Saga - 1983, Page 220
218
GUNNAR ÞÓR BJARNASON
við um fyrstu mánuði stríðsins þegar eftirlit Breta var enn á byrj-
unarstigi. Öll styrjaldarárin mun þó hafa borist til landsins slæð-
ingur af þýskum blöðum, aðallega fyrir tilstilli þýskra íslands-
vina. Þeim sveið að vonum hvað íslendingar voru hallir undir
fjandmenn Þjóðverja og nokkrir þeirra reyndu að hamla gegn því
með því að senda hingað blöð og bækur til kynningar á málstað
Þýskalands og bandamanna þess. Þá hafði launaður erindreki
þýsku keisarastjórnarinnar hér á landi, Guðbrandur Jónsson,
síðar prófessor, það verkefni með höndum að kynna sjónarmið
Þjóðverja meðal íslendinga.
Margir gerðu sér ljóst að fréttaflutningurinn um stríðið var ein-
hæfur og Þjóðverjum óhagstæður. Vinir Þjóðverja hér á landi
felldu sig illa við þetta og töldu sumir þeirra að hér væri að finna
helstu skýringuna á þeim sterka mótbyr sem Þjóðverjar áttu við
að etja á íslandi. Þýskir íslandsvinir sáu einnig ástæðu til að
koma athugasemdum við fréttaburðinn á framfæri við íslend-
inga. Ritstjóri tímarits þýska íslandsvinafélagsins, H. Hayden-
rich, sendi til dæmis ísafold bréf þar sem hann kvartaði yfir þvi
að blaðið flytti ,, vísvitandi ósannindi frá Bretum.“76 Annar Is-
landsvinur, Carl Kúchler, sendi landsmönnum ávarp, er birtist í
nokkrum blöðum, þar sem hann bað þá
sem innilegast um eigi framar að trúa neinu orði af öllu því.
sem Frakkland eða England segja yður um þetta efni [stríð-
ið], þar eð þeir miða ekki til neins annars en þess, að níðast
á Þýskalandi ...“79
Blöðin voru misjafnlega gagnrýnin á ,,bresku“ fréttirnar en þo
var í flestum þeirra vakin athygli lesenda á því hvernig landið lá. 1
Ingólfi var til dæmis að finna eftirfarandi klausu:
... berast símskeyti daglega til blaðanna frá ,,Reuter“ og
„Central News“ í Lundúnum. En skeytin eru svo vilhöll
andstæðingum Þjóðverja og þegja auðsjáanlega um flesta
þá atburði, er Þjóðverjum ganga í vil, að mjög varlega rna
leggja trúnað á þau.80
Víða má finna svipaðar athugasemdir, bæði frá ritstjórnum og
lesendum. í æviminningum Hendriks Óttóssonar, sem ritaðar