Saga - 1983, Síða 240
238
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Illræmt er í íslenskri sögu að hermenn voru nærstaddir einveld-
ishyllinguna 1662, en gleymst hefur í sömu fræðum að geta þess
að breskur floti var sendur hingað til þess að láta alþingi breyta
lögum um togveiðar 1897. Lögunum var breytt að vilja Breta, sem
lögðu undir togara sína einhver dýrmætustu svæði íslenskrar lög-
sögu. Frumvarpinu um lagabreytingarnar fylgdi bréf frá Atkinson
flotaforingja, en þar segir m.a.:
,,Ef hins vegar lögin frá nóvember 1894 eiga að haldast óendur-
skoðuð, mun ég leggja til, að breskir togarar neyti réttar síns að
nýju til fiskveiða utan þriggja mílna marka frá ströndinni, hvar
sem er við ísland, og að þeir hljóti vernd til þess að neyta þess rétt-
ar“ (Aþt. 1897, C, 430).
Hér var hótað svipuðum aðgerðum og beitt var í þorskastríðum
60 til 79 árum siðar, en Gísli Ágúst efast þó um að framferði Breta
við ísland 1896 og 1897 geti flokkast undir þorskastríð, af því að,
1) Engin átök urðu, hótanir nægðu (bls. 112);
2) hótanir Atkinsons flotaforingja voru gefnar á hans ábyrgð
en ekki bresku stjórnarinnar (bls. 105).
Atkinson hefur sjálfum verið kunnast, hvað honum bar að gera
og hvað hann gat leyft sér til þess að ná markinu. Samkvæmt vilja
bresku stjórnarinnar 1897 bar honum ,,að tryggja hagsmuni
breskra togaraeigenda, hvernig sem samningum við Dani lyki“
um fiskveiðimörkin (bls. 97). Hann stýrði ekki hingað flotadeild
til samninga, heldur til ógnana. Þegar hann hélt héðan til Bret-
lands 1897, hlykkjaðist fiskveiðilögsagan í reynd 3 mílur undan
strönd inn um flóa og firði nema á fjörðum, sem voru 10 milur á
breidd eða mjórri. í stríði skiptir sigurinn einn höfuðmáli, en ekki
hvernig hann vannst. Atkinson þurfti aldrei að svara fyrir það
hvernig hann beygði alþingi undir vilja Breta.
Flotaheimsóknirnar 1896 og 1897 voru beinn undanfari samn-
ingsins um fiskveiðar á hafinu utan landhelgi frá 1901 eða land-
helgissamningsins svonefnda. Ég hef nefnt heimsóknirnar þorska-
strið, af því að ríkisfloti var sendur á vettvang til þess að sýna Is-
lendingum á hverju þeir ættu von, ef þeir drægju ekki landhelgis-
linu sína á flóum og fjörðum að fyrirsögn Breta. Þeir beygðu sig
fyrir hótununum og hófu síðar sókn í landhelgismálum á 20. öld
til þess að endurheimta það sem glataðist, þegar flotadeildin var á