Saga - 1983, Page 244
242
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Kvæðið, sem þetta erindi er í, Libelle of Englyshe Polycye, mun
ort um 1436. Englendingar sigruðu í þessu þorskastríði, og um 5
mánuðum eftir að samningar voru gerðir í Kaupmannahöfn hafa
þeir staðið að baki viginu á æðsta manni konungs á íslandi, Jóni
biskupi Gerrekssyni.
Þorskastríðin á 15. og 16. öld eru allskýrt afmarkaðar milli-
ríkjadeilur, og svo er einnig um flotaferðir Englendinga hingað
1896 og ’97, þegar þeir opnuðu hér flóa og firði með beinum hót-
unum. Fiskveiðilögsagan var færð út í 4 mílur og flóum og fjörð-
um lokað að nýju 55 árum síðar. Belgar, Bretar, Frakkar og Þjóð-
verjar mótmæltu útfærslunni, og Bretar settu löndunarbann á ís-
lenskan fisk og stóð svo í fjögur ár. í þeirri deilu beittu Bretar
efnahagsþvingunum, en verslunarstríð teljast víst ekki til þorska-
stríða, svo að þeim fækkar um eitt að mínu tali. Ritgerðin hans
Alberts ætti að heita Níunda þorskastríðið eða öllu heldur Síðasta
þorskastríðið, en nafngift hans er mér að kenna.
Danmörk á verndarsvœði enska flotans
Stundum er afdrifaríkt að berjast í bönkum. Vorið 1976 sá ég
fram á að Sögufélagið, sem ég veitti forstöðu, yrði greiðsluþrota
um næstu áramót, ef það eignaðist ekki seljanlegt kver fyrir þann
tíma. Þá voru þorskastríð mjög á dagskrá, og ég setti saman fyrri
hluta bókar um ,,þorskastríð“ um vorið. Hinn 24. ágúst fór ég til
Kaupmannahafnar og dvaldist þar í 5 daga og einkum á Marinens
Bibliotek, en þangað höfðu fáir íslendingar lagt leið sína eftir að
Matthías Þórðarson frá Móum leið. Starfsmennirnir höfðu allir
troðið ölduna á varðskipum við ísland, þegar þeir voru ungir að
árum, og kepptust við að fræða mig um sögu gæslunnar. Hja
kommanderkaptajn Jörgen Teisen og félögum hans urðu til drög
að síðari hluta bókarinnar um þorskastriðin, en ég skrifaði text-
ann að mestu í september. Þá bar mig inn á lítt kunnar slóðir, þvl
að ég hafði einkum sýslað við sögu miðalda. Þar var ég kunnugur
ýmsum málum, og með þá þekkingu í veganesti tók ég að fjalla
um síðari tíma. Englendinga hafði lengi fýst að eignast ísland, en
áttu enn meiri hagsmuna að gæta á Eystrasalti en hér norður fra
og beygðu sig því fyrir Eyrarsundsveldi Dana. „Dönsku fallbyss-
urnar við Eyrarsund drógu að vísu ekki yfir íslandsála, en sökum