Saga - 1983, Page 245
ÞORSKASTRÍÐ OG FJÖLDI ÞEIRRA
243
danskra yfirráða við sundið hélst ísland jafnan undir dönsku
krúnunni“ (Tíu þst., 102).
Þór Whitehead segir í ágætri bók, „Ófriður í aðsigi,“ 1980 að
ég hafi „haldið því fram, að þetta hafi orðið til þess, að Bretar
létu eylönd Danakonungs í Atlantshafi afskiptalaus. í rækilegri
könnun, sem Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur hefur gert á
breskum heimildum frá 18. og 19. öld, hefur ekkert fundist skjal-
fsert til stuðnings þessari tilgátu Björns. Við verðum því einkum
að skoða afstöðu þeirra í ljósi annarra þátta, en að sjálfsögðu má
ekki missa sjónar á almennum hagsmunum Breta í Danmörku. En
þessir hagsmunir virðast ekki hafa ráðið eins miklu um afstöðu
Bretastjórnar til íslands og Björn ætlaði“ (bls. 15).
Síðar segir Þór, þegar hann minnist á friðargerðina í Kiel 1814,
sem færði sænsku krúnunni Noreg, að „lögfræðileg rök hefðu
hnigið að því að forn skattlönd Noregskonungs yrðu einnig afhent
Svíum, en það kom ekki til greina. Anna Agnarsdóttir telur að til
þess hafi legið tvær ástæður. Svíar hafi ekki ásælst þessi lönd, og
Bretar hafi verið andvígir því að þau yrðu skilin frá danska
ríkinu“ (bls. 20).
Anna Agnarsdóttir hefur ekki lokið könnun sinni á breskum
beimildum og annarra þjóða varðandi íslenska sögu á áratugun-
um kringum 1800. Hún verður því ekki borin fyrir því að ekkert
skjalfært finnist, sem styðji tilgátu mina um áhuga Englendinga á
bví að gera danska ríkið að verndarsvæði enska flotans. Talið er
að drög að friðarsamningunum í Kiel sýni, að fulltrúi Englend-
mga á staðnum hafi beitt sér fyrir því að norsku Atlantshafseyj-
^rnar: Færeyjar, ísland og Grænland — voru látnar fylgja Dan-
"Jörku. Um þessi mál fjallaði danski sagnfræðingurinn Finn Gad
* 3. hefti Scandinavian Journal of History 1979. Næg skjalleg
Sögn sanna áhuga Breta á íslandi, en engu að síður gat það þjón-
að betur hagsmunum þeirra, að landið lægi undir dönsku krún-
Ur>a en þá bresku. í Kiel beittu Bretar sér fyrir því að loka fyrir
Bamsókn Rússa að Atlantshafi; þar voru þeir að leggja drög að
e'ns konar Atlantshafsbandalagi.
Ég hóf leit að heimildum um íslenska sögu í enskum skjalasöfn-
um 1948 og fann þar meira magn en vænst hafði verið. Ávallt síð-
an hefur staða landsins i evrópsku samfélagi verið allflókin í min-
um huga og markað hafréttinn við landið. Hafréttarmál eru ein-
bver mikilvægasti þáttur íslenskrar sögu, en því miður hafði hann