Saga - 1983, Page 258
256
IAN WHITAKER
um helmingi fjórðu aldar f.Kr. Við skulum áætla nokkuð ger-
ræðislega að Pýþeas hafi lokið verki sínu árið 325 f.Kr.
Við getum skipað heimildum, sem eru týndir milliliðir, i
tímaröð eftir höfundum þannig: Eratosþenesi til um 225 f.Kr.
(þ.e. öld eftir Pýþeas); Pólýbíusi til um 145 f.Kr. (þ.e. 180 árum
eftir Pýþeas); Hipparkusi til svipaðs tíma. Verk Díkearkusar fra
um 300 f. Kr. er eldra en verk hinna en ekki er auðséð að það eigi
heima hér. Hinum eiginlegu heimildum, sem veita nothæfa vitn-
eskju og nefna Pýþeas, getum við skipað í tímaröð þannig:
Gemínus (um 50 f.Kr.); Strabó (um 8 f.Kr.); Plíníus (um 77
e.Kr.); Pseudo-Plútarkus (sami tími) og Kleómedes (um 150
e.Kr.). Við hljótum að leiða Kapellu (439 e.Kr.) hjá okkur þar
sem hann veitir greinilega ranga vitneskju. Við hljótum og að tor-
tryggja Plíníus nokkuð en hann mælir reyndar sjálfur gegn rang-
færslu sinni um lengd dags að sumri og nætur að vetri (B1 og B5).
Það sem segir um mun sjávarfalla (B3) og stundum er talið eiga
við röstina í Péttlandsfirði er greinilega ýkjur einar og hljótum við
að leiða það hjá okkur.49 Eftir standa því einungis sautján
fullyrðingar sem gætu verið sóttar til Pýþeasar: Al-10, B2, B4-5.
Cl-2, D1 ogEl. Óðara má sjá að sex þeirra koma efni okkar ekki
við þar sem þær veita enga haldbæra vitneskju um Túle þóú
notast megi við þær þegar kveða skal á um trúverðugleika
Pýþeasar: Al, A4-6, A10 og Dl. Þá eru aðeins eftir ellefu stað-
hæfingar um Túle sem við hljótum að athuga hvort séu ósarn-
hljóða innbyrðis: A2-3, A7-9, B2, B4-5, Cl-2 og E1. Þetta er ljós-
lega mjög litil vitneskja til að reisa á henni hátimbrað kenningn'
smíði um Túle og hvarstæðu þess.
Svo virðist sem draga megi saman staðhæfingar í nokkur atriði
sem hér segir: Á Túle birtist hið undarlega ástand sem Pýþeas sa
og líkti við sjávarlungu en þetta nefnir Strabó einn allra (A2); svo
er að sjá að Pýþeas hafi komið sjálfur til Túles (A2, El) en hann
segir líka að önnur atriði sæki hann til sögusagna (A3); í ,, nund
hins freðna svæðis“ bjó fólk (A7) sem kann sömuleiðis að hafú
búið á Túle (C1); Túle er í sex daga siglingu norður af Bretlandi
(A8, B2), etv. á heimskautsbaugi (A9, B4) þótt þvi sé lýst senl
hinni nyrstu af Bretlandseyjum (A9) og sagt vera í eins dags sig1'
ingu frá hinu frosna hafi (B5); á Túle varir nóttin UIT1
sumarsólhvörf í tvær eða þrjár stundir (C2) eða þar er engin nó[t
(B4). Sú ósamhljóðan sem helst þarfnast úrlausnar í þessari grein'