Saga - 1983, Page 280
278
HELGI ÞORLÁKSSON
haft dæmi af þessu tagi í huga þegar þeir lögðu áherslu á nauðsyn þess að vera
harðskeyttur í ófriði.
Þetta dæmi um Snorra er persónubundið og verður varla alhæft út frá því um
nauðsyn „ofsa“ i hernaði eða auðs til að verða „höfðingi". A.m.k. verður ekki
litið svo á að þetta sýni að morð fjár hafi verið Þorvarði og Þorgilsi nauðsyn til að
ná völdum nyrðra. Og ég tók skýrt fram að eyfirskir bændur hefðu óttast ofsa
Þorvarðar.
Mál Þórðar snýst að mínu mati fyrst og fremst um það hvort goði sem sat a
Staðastað og átti ríki um Snæfellsnes og ekki öllu víðar hafi getað talist til
„höfðingja“. Ég tel að svo hafi verið og skilnaður Þórðar við konu sína, heima-
sætuna á Staðastað, geti skýrt ummælin, þannig að Þórður hafi ekki getað farið
að búa með rausn (sem ,,höfðingi“) fyrr en hann fékk fé með hinni nýju konu
(sbr. 73-74).
GK finnst ég jafnan dveljast við hið persónubundna og einstaka til skýringar og
nefnir sem dæmi eyðslusemi Þorgils og upplausn bús í Stafholti. Ég get ekki betur
séð en takmarkalaus rausn Þorgils nægi til að skýra af hverju honum dugðu ekki
arður af eignum Snorra og sauðakvöð. Þessi rausn var með öllu óvenjuleg, hvernig
sem á að skýra hana. Eyðsla Þorgils og upplausnin í Stafholti var hvort tveggJ3
óvenjulegt og dugir ekki til alhæfinga. Þegar ég rita að orð bændaleiðtoganna um
að best væri að hafa enga goða séu etv. aðeins persónulegt mat þeirra er það ekki
vitni um einhvers konar áráttu mína að leita alltaf þess persónulega eða einstaka.
Það var breið samstaða stórbænda gegn Þorvarði og Þorgilsi en ekkert kemur
fram um það að þeir hafi tekið undir þessa skoðun fyrirliðanna tveggja. Mér þótti
því nauðsynlegt að slá varnagla.
GK ritar:
Helgi rekur nokkur ummæli úr Sturlungu um að persónulegir eiginleikar
manna, ætterni og mægðir, hafi gert þá vænlega til höfðingja. Af ÞV1
ályktar hann að þetta hafi dugað betur en auður (67-69).
Ég hef hvergi sagt að persónulegir eiginleikar „hafi dugað betur en auður“. Þegat
ég ræði um samstöðu stórgoðaættanna nota ég orðin ættgöfgi og mægðir til a^
skýra að hér var á ferðinni elíta, tiltölulega fámennur hópur, sem hrifsaði til sín svo
að segja öll völd og tók sig út úr þjóðfélaginu með innbyrðis tengslum. GK finnst
að þessi skýring sé einstaklingsbundin sem er alrangt. Etv. er angi af sama mis-
skilningi þegar GK ritar að orð mín í niðurlagskafla um að auður og fjárskortur
hafi ekki skipt eins miklu máli og GK vilji vera láta séu ,,meiningarlaus“. Hér mun
ég hafa haft í huga að það hafi verið upplausn elítunnar en ekki einhver ætlaður
fjárskortur goða og auður nýrikra bænda sem hafi valdið uppreisninni 1255. Etv-
tekst mér betur að gera mig skiljanlegan njóti ég aðstoðar Óttars Dahls. Hann
ritar:
Skulle jeg pá dette stadium foregripe en videre analyse ved á antyde noen
hovedtyper av tenkemáter overfor maktproblematikken i politisk historie
skrivning, kunne jeg tenke meg falgende skjematiske inndeling:
1. Den konstitusjonelle eller rettslige tenkemáte, som ser maktforhold
ene avgjorende bestemt ved institusjonelle ordninger, evt. ekspns
formulert i grunnlover etc.