Saga - 1983, Page 283
FYRSTA NORRÆNA KVENNASÖGUÞINGIÐ
281
allt með myndarbrag. Erindi, sem flutt voru á þinginu, höfðu
verið fjölfölduð og send til þeirra, sem þátt tóku í þinginu, svo og
dagskrá og aðrar upplýsingar sem að gagni máttu koma.
Til þings komu 44 sagnfræðingar, þar af 11 frá Danmörku, 7
frá Finnlandi, 2 frá íslandi, 14 frá Noregi og 10 frá Svíþjóð. í
finnska hópnum voru tveir piltar, sem leggja stund á rannsóknir í
kvennasögu.
Dagskráin skiptist í fjögur aðalefni, þó að tvö þeirra sköruðust
mjög og óglögg skil væru þeirra á milli:
1. Kvennavinna og stéttasamtök.
2. Kvennasamtök og kvennastörf.
3. Kynlíf og frjósemi.
4. Félagsmótun kvenna.
Fundir hófust síðari hluta sunnudagsins og voru þá flutt ávörp.
Vonir stóðu til að Gunhild Kýle frá Gautaborgarháskóla flytti
ávarp i upphafi fundarins, en hún hafði orðið fyrir slysi og gat
ekki komið til þings. Var sjónarsviptir að því að fá hana ekki til
þingsins, því að Gunhild Kýle hefur lagt góðan skerf til rannsókna
í kvennasögu.
Fyrstu erindi þingsins voru flutt að morgni hins 21. og voru það
Þrjú framsöguerindi, sem áður höfðu verið send fulltrúunum til
yfirlestrar.
Fyrsti fyrirlesarinn var Ulla Wikander og nefndi hún erindið:
Kynskipting vinnumarkaðarins í sögulegu ljósi (,,Den köns-
segregerade arbetsmarknaden i ett historiskt perspektiv“).
Önnur i röð fyrirlesara var Bodil K. Hansen, með erindið:
Kvennavinna í sveitum 1870—1900 („Kvindearbejde pá landet ca.
1870—1900“). Rannsókn þessi átti við danskar sveitir og venjur
°g hefðir þar.
Þriðja framsöguerindið var svo erindi mitt um: „Sjósókn
sunnlenskra kvenna 1697—1980“, en þetta var útdráttur úr riti
rcúnu um sama efni, gerður á dönsku. Þar sem erindin höfðu verið
send til þingfulltrúa, fórum við tvær þær síðastnefndu þá leið að
gera grein fyrir grundvelli þeirra rannsókna, sem erindi okkar
voru aðeins stuttorð skýrsla um. Einnig gerðum við nokkra grein
fyrir þeim atvinnuvegi, sem rannsóknirnar höfðu beinst að, en
Það var annars vegar danskur landbúnaður og kvennavinna og að
hinu leytinu íslenskur sjávarútvegur og sjókonur á Suðurlandi.