Saga - 1983, Blaðsíða 284
282
ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR
Töluverðar umræður spunnust af þessum erindum, og fyrir-
spurnir komu fram, sem við leituðumst við að svara.
Eftir þessa fyrstu lotu skiptist þingið upp í 4 hópa samkvæmt
fyrrnefndri dagskrá, og voru flutt framsöguerindi í þeim um fyrir-
nefnda efnisflokka. Fyrsti og annar hópur höfðu skyld mál til um-
fjöllunar, en nokkur áherslumunur var á þeim tveim þáttum, sem
erindin fjölluðu um, þannig að fyrsti hópur beindi athugunum
sínum að störfum/atvinnugreinum og stéttafélögum, en annar
hópur lagði áherslu á félög/samtök kvenna, sem ýmist voru
mynduð á grundvelli sameiginlegra stéttarhagsmuna eða áhuga-
mála í viðkomandi stéttum.
Þennan fyrsta þingdag flutti Inga Huld Hákonardóttir erindi í
öðrum hópi, sem hún nefndi: ,,Organisering“, þar sem hún rakti
fyrstu sögu verkakvennafélaganna ,,Framsóknar“ og ,,Sóknar.“
Annan þingdaginn voru flutt erindi um efnið: Kynlíf og frjó-
semi. Það efni höfðu eftirtaldir sagnfræðingar rannsakað frá
ýmsum hliðum: Kerstin Abukhanfusa flutti erindið: Barnsfæð-
ing/móðerni sem tryggingaskyld áhætta („Moderskapet som
försákringsbar risk“). Um barnsfæðingar, fjölskylduáætlanir og
getnaðarvarnir hafa farið fram miklar rannsóknir á Norðurlönd-
um. Ber þar hæst rannsóknir Idu Blom við háskólann í Bergen, en
rannsóknarskýrsla hennar kom út í bókinni Barnebegrensning
synd eller sunn fornuft, sem út kom árið 1982. Þetta sama
viðfangsefni skoðaði Kerstin Abukhanfusa frá nýstárlegu sjónar-
horni eða í spegli löggjafans. Hún hefur rannsakað afstöðu
sænsku stjórnmálaflokkanna til mæðratrygginga eða mæðra-
launa; athugað lagafrumvörp, greinargerðir og þingræður um
þetta efni. Hún sýndi með ljósum dæmum, að fyrstu umræður
um greiðslur til mæðra bera með sér að greiðslurnar áttu að ganga
til þeirra vegna meðgöngu og fæðingar, því að konur væru að
takast á herðar mikilvægt starf og erfitt, en þjóðhagslega verð-
mætt. Þetta var árið 1908. Strax 1912 hafði vindurinn snúist og
upp komu efasemdir um, að atvinnurekendum bæri skylda til að
bera byrðarnar vegna æskilegrar mannfjölgunar í þjóðfélaginu.
Þegar málið var til umræðu 1920 var „ábyrgum borgurum“ orðið
ljóst, að vafasamt væri að slíkar greiðslur gengju til einstæðra
mæðra, hvort þeir væru þá ekki hreint og beint að stuðla að ósið-
semi í landinu. En hvort sem málið var rætt lengur eða skemur, þn
voru það rök mannfjöldafræðinnar, en ekki mannúðarinnar, sem