Saga - 1983, Page 285
FYRSTA NORRÆNA KVENNASÖGUÞINGIÐ
283
sannfærðu sænska stjórnmálamenn um nauðsyn mæðralauna,
eftir því sem rannsókn Abukhanfusa leiddi í ljós.
Þá flutti Sölvi Sogner og stúdentar hennar við Oslóarháskóla
kafla úr rannsóknarniðurstöðum sínum: Um kynlíf og frjósemi
(,,Om seksualitet og fertilitet“). Rannsókn þeirra hafði beinst að
breytingum á viðhorfum millistéttarfólks í Noregi á 19. öld til
frjósemi og barnmargra fjölskyldna. Sogner telur millistéttina þá
hafa varpað frá sér hugmyndum um ,,blessað barnalán“ og
nánast talið stóran barnahóp vera vanþróunarmerki.
Siðasti fyrirlesturinn á sameiginlegum fundi þingsins á þriðju-
deginum var fluttur af Susanne Lindgren og nefndist: Stofnun
hjónabanda og mannfjölgun í Helsinki um aldamótin („Ákte-
skapsbilding och nativitet i sekelskiftets Helsingfors“). Þessi
rannsókn hefur notið styrks frá Sænska menningarmálasjóðnum,
en svo er um flestar þær rannsóknir, sem gerð hefur verið grein
fyrir, að þær eru kostaðar af sjóðum og rannsóknarstofnunum á
Norðurlöndum.
Eftir hádegi komu hóparnir saman og komu þar fram erindi,
sem áhugavert hefði verið að heyra, en síðar gefst kostur að fá
þau öll til yfirlestrar. Þá var sameiginlegur fundur síðar um dag-
inn og var þar m.a. flutt mjög athyglisvert erindi um breytingar á
vinnuaðstöðu kvenna í norskum landbúnaði. Fyrirlesarinn var
Anna Avdem, og gerði hún grein fyrir rannsókn sinni í harðbýlli
sveit í Þrændalögum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að breyt-
ingar á störfum kvenna, vegna vélvæðingar og nýrra búskapar-
hátta, hefðu komið miklu seinna fram í harðbýlum héruðum en
almennt væri gert ráð fyrir, eða ekki fyrr en í lok fjórða áratugar
20. aldarinnar. Almenn söguskoðun í Noregi gerir þó ráð fyrir, að
atvinnubylting í landbúnaði hafi gerst á tímabilinu 1870—1900.
Það taldi Avdem ekki standast varðandi sitt rannsóknarsvið.
Þetta sama síðdegi kom fulltrúi Norges almenvitenskapelige
forskningsrád, kvinnesekretariatet, og rakti helstu þætti þess
rnikla rannsóknarstarfs, sem rannsóknaráðið hefur skipulagt og
fjármagnað á Kvennaáratugnum. Kvennarannsóknir, undir stjórn
Harriet Holter, hafa verið unnar, og eru rannsóknaniðurstöður
nú að birtast í ritröð, sem rannsóknaráðið gefur út. Ritröðin
verður í 18 bindum. Sum bindin geyma fleiri en eina skýrslu, en
heildarnafn þeirra er: Kvinners liv og arbeide. Ritstjóri er Helga