Saga - 1983, Page 286
284
ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR
Hernes. Þessar upplýsingar og fleira kom fram í máli Aina
Schiotz þarna á þinginu.
Nokkrar umræður urðu á eftir skýrslu Schiotz, og var auð-
heyrt, að norsku sagnfræðingarnir töldu sig hafa verið snið-
gengna við skipulagningu og fjármögnun kvennarannsóknanna,
og varð þingið vettvangur fyrir talsverða gagnrýni á skipulag
þessara mála.
Miðvikudagurinn 23. febrúar var síðasti þingdagurinn. Þá voru
flutt erindi undir samheitinu: Félagsmótun, en þá var rætt um fél-
agsmótun kvenna í uppeldi og samfélagi og um kvennasamtök.
Kari Melby flutti erindið: Félagsmótun verðandi húsmæðra
(„Sosialisering til husmodre“), og um hliðstætt efni ræddi Hanne
Caspersen: Félagsmótun fyrir móðurhlutverkið („Socialisering til
moderskab i Danmark i 30’erne“).
Af allt öðru tagi var viðfangsefni Christine Carlsson, en hún
hefur rannsakað viðhorf til kosningaréttar kvenna. Erindi hennar
hét: Sænski sósíaldemókrataflokkurinn og kosningaréttur kvenna
1889—1907 („SAP och den kvinnliga röstrátten 1889—1907“).
Það kom fram í erindinu, hve tvístígandi sósíaldemókratar voru
og áhugalitlir í þessu máli allt fram yfir aldamót.
í frjálsum umræðum, sem á eftir erindunum fylgdu, fékk
maður dálítið af því efni, sem lagt var fram í hópunum. Þá kom
fram, að einstök húsmæðrafélög og sambönd hafa verið tekin til
athugunar, og rannsökuð meðvituð stefna þeirra í félagsmótun
kvenna. Eitt þeirra erinda, sem fram komu í hópi, var erindi Beate
Losman um félagsmótun kvenna í sænskri leiguliðastétt á 19.- 20.
öld. Losman taldi, að rannsókn sýndi að ,,fyrirvinnuhugtakið“
hefði ekki verið í gildi í þeirri stétt. Hvorki karl né kona bæri
meira úr býtum en sem nægði rétt fyrir nauðþurftum. Hver ein-
staklingur yrði að framfæra sig sjálfur frá bernsku, en annars
tæki fátækrahjálp við. Fátækraframfæri væri einnig talinn eðli-
legur úrkostur, þegar annað þryti.
Hliðstæða rannsókn hefur Anna-Birte Ravn gert á störfum
danskra fjölskyldna með smábúskap: Kvennavinna og föðurveldi
í dönskum smábændafjölskyldum eftir 1945 („Kvindearbejde og
patriarkat i danske smábrugerfamilier i perioden efter 1945“)>
nefndist erindið. Var þar rakin mannaflaþróun smábúskaparins,
þar sem bæði hjónin og e.t.v. dæturnar höfðu unnið að búskapn-
um til stríðsloka. Fyrst eftir 1945 hafði það að jafnaði verið bónd-