Saga - 1983, Page 290
288
SVEINBJÖRN RAFNSSON
hugsun hans var rökvís, skipuleg og heiðrík. í Menntaskólanum í Reykja-
vík varð hann ritstjóri Skólablaðsins og síðar einnig inspector scholae.
Ræðumaður var hann frábær, skýrmæltur og kjarnyrtur, kunni vel að
haga máli sínu, var fastur fyrir og framkoman sköruleg. Staða íslenskrar
þjóðar og menningar í viðsjárverðum heimi var honum alltítt umræðu-
efni, efni sem verður mönnum sígilt á landi hér.
Júníus stundaði nám við Háskóla íslands að stúdentsprófi loknu og
lauk þaðan cand.mag. prófi í sagnfræði árið 1972. Prófritgerð hans
nefndist Vesturheimsferðir Vopnfirðinga. Ferðir íslendinga til Vestur-
heims voru honum síðan hugleikið rannsóknarefni. Að loknu námi var
Június ráðinn skjalavörður í Þjóðskjalasafni íslands og gegndi hann því
starfi síðan. Þar komu einnig fram hinir ágætu eiginleikar hans sem
fræðimanns, snerpa og þrautseigja. Hann var skarpgreindur maður og
hafði til að bera bæði fljótvirkni og nákvæmni í fræðastörfum sínum.
Gestir Þjóðskjalasafnsins munu um ókomin ár njóta skráninga hans og
umbúnaðar um ýmis skjalasöfn í safninu. Meðal annars skráði hann að
nýju skjalasöfn umboða klaustur- og konungsjarða og skjalasöfn sátta-
nefnda. Þá skráði hann einkaskjalasöfn i Þjóðskjalasafni og raðaði þeim
en skráning þeirra var áður einkar óaðgengileg og óskipuleg. Skrá hans
um skjalasöfn einstaklinga í Þjóðskjalasafni er mikið verk, haldgott og
notadrjúgt. Júníus hafði byrjað að skrá og raða sýsluskjalasöfnum í
Þjóðskjalasafni þegar hann féll frá.
Annað stórvirki Júníusar var útgáfa hans, Manntal á íslandi 1801, sem
hann vann fyrir atbeina Þjóðskjalasafns. Á árunum 1978—1980 kom
þetta mikla verk út í þremur bindum í stóru broti, nær 1400 blaðsíður alls-
Verkið bjó hann til útgáfu og las af því prófarkir. Manntalið kom út a
vegum Ættfræðifélagsins, en hefur að sjálfsögðu gildi langt út fyrir svið
ættfræðinnar. Til að mynda mun það koma að notum við rannsóknir í fe_
lags-, efnahags- og fólksfjöldasögu. Allt ber verkið vandvirkni og
þolinmæði Júníusar vitni.
Júníus vann að fleiri merkisverkum á sviði sagnfræði. Ásamt Bjarna
Vilhjálmssyni þjóðskjalaverði vann hann að útgáfu á prestastefnudómum
og bréfabók Gísla Þorlákssonar biskups á Hólum, sem koma mun út í rit-
röðinni Heimildaútgáfa Þjóðskjalasafns. Var það verk í prentun þegar
hann féll frá.
Árið 1975 tókst Június á hendur, fyrir atbeina Björns Þorsteinssonar
forstöðumanns Sagnfræðistofnunar Háskólans, að gera skrá um þá ls'
lendinga sem fluttust til Ameríku í lok síðustu aldar og byrjun þessarar
aldar. Skránni var ætlað að vera hluti af gjöf íslendinga vestur í tilefni af
aldarafmæli byggðar íslendinga í Nýja-íslandi, eins og utanríkisráðherra
íslands tilkynnti vestra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Skrá þessa vann
Június einn frá grunni. Fyrir tveimur árum hófst undirbúningur að prent-