Saga - 1983, Qupperneq 293
ÓLAFUR R. EINARSSON
291
Kennsla varð gildasti þátturinn í ævistarfi Ólafs R. Einarssonar. Hann
hóf kennslu samhliða námi sínu í HÍ og var stundakennari i Víghólaskóla
í Kópavogi árin 1966—1969. Á árunum 1969—1971 kenndi hann við
Barna- og gagnfræðaskólann á Hvolsvelli, en sumarið 1971 réðst hann
sem kennari í sögu að Menntaskólanum við Tjörnina (nú Menntaskólinn
við Sund), sem þá var nýlega tekinn til starfa, og var fastur kennari við
skólann unz yfir lauk. Ólafur var um nokkurra ára skeið stundakennari
við sagnfræðiskor Háskóla íslands, þar sem hann kenndi námskeið um
sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Þá var hann um árabil leiðbeinandi í
Félagsmálaskóla alþýðu.
Ólafur var frá unga aldri mikill félagsmálamaður og hafði mikinn
áhuga á þjóðfélagsmálum. Sáust merki þessa þegar í menntaskóla, en þá
tók hann virkan þátt í starfi Æskulýðsfylkingarinnar og átti einnig sæti í
stjórn Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík. Á
námsárum sínum í Osló var hann formaður í Félagi islenzkra námsmanna
' Osló og nágrenni. Samband islenzkra námsmanna erlendis tilnefndi
hann af sinni hálfu í stjórn Æskulýðssambands íslands, og var hann for-
ntaður sambandsins 1969—1971. Eftir að Ólafur kom heim frá námi sínu
í Noregi, tók hann mjög virkan þátt í starfi Alþýðubandalagsins, sem var
nokkuð umbrotasamt um þær mundir, og átti góðan þátt í því að hasla
flokknum þann starfs- og stefnugrundvöll, sem hann hefur byggt á síðan.
Olafur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið, og
verða þau fæst upp talin hér. Þess skal þó getið, að árið 1971 var hann í
framboði fyrir flokkinn í Suðurlandskjördæmi og 1974 í Reykjaneskjör-
dæmi. Þá átti hann um árabil sæti í stjórn Aðstoðar íslands við
hróunarlöndin, og fulltrúi í útvarpsráði var hann frá 1975, formaður
ráðsins 1979—1980, en síðan varaformaður. Einnig átti hann sæti í
tttvarpslaganefnd og byggingarnefnd útvarpshúss. Þeim, sem störfuðu
með Ólafi að opinberum málum ber saman um, að á þeim vettvangi hafi
hsfileikar hans notið sín einkar vel. Þótt hann hafi haft fastmótaðar
hjóðfélagsskoðanir og getað verið fastur fyrir, þegar því var að skipta,
veittist honum auðvelt að vinna árangursríkt starf í hópi, þar sem saman
homu talsmenn og fulltrúar ólikra sjónarmiða og andstæðra hagsmuna.
^om þar annars vegar til, að hann gerði sér jafnan far um að kynna sér
V^1 þau mál, er til úrlausnar voru hverju sinni, og var málafylgjumaður
Sóður, en ekki síður hitt, að hann var lipur í samstarfi og umburðarlyndur
Sagnvart sjónarmiðum annarra. Honum var jafnan efst í huga, að þannig
Væri að verki staðið að sem mestur árangur næðist af starfinu.
. ^að leiðir af líkum, að maður, sem hafði jafnmörg járn í eldi og
9^ur, hefur haft knappan tíma til að stunda rannsóknir í fræðigrein
^nni. Til slíkra verka stóð þó hugur hans alla tíð og einkum á seinni
arum. Þegar litið er til anna hans við önnur störf, má segja, að talsvert