Saga - 1983, Síða 294
292
SIGURÐUR RAGNARSSON
liggi eftir hann á þeim vettvangi. Kjörsvið Ólafs var saga íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar. Þarf það engum að koma á óvart, þegar haft er í huga
æskuumhverfi hans, og ennfremur sú staðreynd, að ættmenn hans í
báðar ættir komu mjög við sögu á bernskuskeiði þeirrar hreyfingar. Þor-
varður Þorvarðarson, afi hans í móðurætt, var fyrsti formaður Hins
íslenzka prentarafélags, en föðurafi hans Olgeir Júlíusson var ritari 1
fyrstu stjórn Verkamannafélags Akureyrar.
Lokaritgerð Ólafs til cand. mag. prófs í sagnfræði fjallaði um Upphaf
íslenzkrar verkalýðshreyfingar 1887—1901, og var hún brautryðjanda-
verk á sínu sviði. Ritgerð þessi birtist í tímaritinu Sögu 1969, en var einnig
gefin út í bókarformi af MFA. Árið 1977 gaf Ólafur út, ásamt Einari Karli
Haraldssyni, bókina Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932. Höfundarnir
kenndu verk sitt við ,,blaðamennskusagnfræði“ og hvað sem um þá skil-
greiningu má segja er víst, að hér var á ferð markvert framtak í þá veru að
skrifa á alþýðlegan og áhugavekjandi hátt um sagnfræðileg efni fyrir al-
menning, án þess að slakað væri á fræðilegum kröfum.
Vorið 1978 átti Ólafur þess kost að dveljast um 3 mánaða skeið í Húsi
Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Þann tíma notaði hann til að leita
uppi á Arbejderbevægelsens Arkiv heimildir, er vörðuðu samskipb
danskrar og íslenzkrar verkalýðshreyfingar og flokka hennar. Afrakstur
þessarar leitar var bæði mikill og forvitnilegur, eins og sjá má af þeim
sýnishornum, sem Ólafur birti af þessum rannsóknum sínum í tímaritinu
Sögu 1978 og 1979. í fyrra bindinu birti hann ritgerðina Sendiförin og
viðræðurnar 1918, sem fjallaði um viðhorf íslenzkra jafnaðarmanna til
sambandsmálsins og hlut þeirra að lausn þess 1918. Siðari ritgerðin
nefndist Fjárhagsaðstoð og stjórnmálaágreiningur og fjallar um fjárhags-
leg tengsl Alþýðuflokksins við danska sósíaldemókrata á 3. tug aldar-
innar, og þau áhrif, sem þessi tengsl höfðu á stefnu flokksins. Af öðrum
ritgerðum Ólafs um sagnfræðileg efni skulu þessar nefndar:
„Bernska reykvískrar verkalýðshreyfingar.“ Reykjavík í 1100 ár. Bls.
204-225, Rvík 1974.
„Draumsýn Ólafs Friðrikssonar 1914.“ Söguslóðir. Afmælisrit helgað
Ólafi Hanssyni sjötugum. Bls. 307-313. Rvik 1979.
Þá er þess að geta, að Ólafur tók saman Ágrip af sögu Félags jarn-
iðnaðarmanna, sem birtist í afmælisriti félagsins 1970, og einnig er til fra
hans hendi Þættir úr baráttusögu Sóknar, í afmælisriti frá 1975.
Af öðrum ritstörfum Ólafs má nefnda, að hann tók saman kennslubók
í íslandssögu: Frá landnámi til lútherstrúar. Þættir úr íslandssögu fram til
1550, sem notuð hefur verið til kennslu i ýmsum framhaldsskólum um
árabil.
Einnig á þessum vettvangi fræðistarfa og útgáfumála lét Ólafur sig
varða hina félagslegu hlið málanna. Til marks um það er, að hann átti um