Saga - 1983, Síða 295
ÓLAFUR R. EINARSSON
293
skeið sæti í stjórn Sagnfræðingafélags íslands og var um árabil fulltrúi í
félagsráði Máls og menningar.
Undirritaður átti því láni að fagna að vera vinur, félagi og samstarfs-
maður Ólafs R. Einarssonar um tveggja áratuga skeið. Við vorum sam-
stúdentar árið 1963, og héldum síðan báðir til náms i sagnfræði i Noregi
þá um haustið. Það var á þessum námsárum okkar á erlendri grund, að
við tengdumst vináttuböndum, sem héldust æ síðan. Þessi vináttubönd
styrktust síðan enn frekar, þegar við urðum samkennarar í Menntaskól-
anum við Tjörnina. Þar eins og annars staðar tók Ólafur virkan og lifandi
þátt í því starfi, sem unnið var. Hann var snemma kosinn fulltrúi kennara
í skólastjórn, og hann gegndi lengst af starfstíma sínum við skólann starfi
deildarstjóra, fyrst í félagsgreinum, en síðar í sögu. Þá annaðist hann um
árabil umsjón og eftirlit með félagslífi nemenda í umboði rektors skólans.
Fyrir öll þessi störf og ekki síður kennslu sína, ávann Ólafur sér virðingu
og hylli jafnt samstarfsmanna sinna sem nemenda skólans.
Ólafur var mikill gæfumaður í einkalifi sínu. Hann kvæntist árið 1968
Jóhönnu Axelsdóttur jarðfræðingi og kennara, mikilhæfri konu, sem
reyndist honum ómetanleg stoð í erfiðum veikindum hans. Þau áttu tvo
syni, Gisla Rafn, 14 ára, og Þorvarð Tjörva, 6 ára.
Það var á haustdögum 1979, að Ólafur kenndi þess meins, er varð
honum að aldurtila. Hann þurfti þá að gangast undir mikla læknisaðgerð,
sem bar þann árangur, að hann gat hafið störf að nýju um vorið 1980.
Gegndi hann síðan störfum sínum í Menntaskólanum við Sund tvö næstu
skólaár og allt fram í október s.l. að sjúkdómurinn braut heilsu hans að
nÝju. Önnur læknisaðgerð tryggði Ólafi nokkurn bata um skeið, en að
endingu hlaut hann að lúta í lægra haldi í stríði sínu við hinn skæða
sjúkdóm. Ég hef margs að minnast eftir löng kynni okkar Ólafs, en
kannski rís hann hæst i endurminningunni einmitt í stríði sínu við sjúk-
dóminn, sem hann háði af karlmennsku og æðruleysi.
Við fráfall Ólafs R. Einarssonar stendur opið og ófyllt skarð í fylkingu
íslenzkra sagnfræðinga. Hann var brautryðjandi í rannsóknum á sviði
verkalýðssögu hérlendis og hafði lagt drög að ýmsu, sem honum entist
ekki aldur til að ljúka. Þakkarskuld okkar við Ólaf fyrir samfylgdina
gjöldum við bezt með því að láta ekki niður falla það merki, er hann reisti
með rannsóknum sínum. Því skal sú ósk borin fram að lokum, að á
komandi árum verði sem flestir íslenzkir sagnfræðingar til þess að rækta
bann reit á akri íslenzkra sagnvísinda, sem Ólafur hafði helgað sér.
Sigurður Ragnarsson.