Saga - 1983, Page 297
SKÚLI ÞÓRÐARSON
295
barnmörgu heimili, en svo var ekki. Veturinn 1922—23 var Skúli í lýð-
skólanum í Sigtúnum í Svíþjóð. Sumarið 1923 brá hann sér til Leipzig og
heimsótti þar vin sinn Arnfinn Jónsson, síðar skólastjóra, sem þar var þá
við framhaldsnám, og sama haust settist hann í Kennaraháskólann í
Kaupmannahöfn. Stúdentsprófi lauk hann í Kaupmannahöfn árið 1925,
og 1926 hóf hann þar háskólanám í sagnfræði. Um svipað leyti gerðist
Skúli fjölskyldufaðir, og hefur það ásamt þrengingum kreppuáranna,
sem í hönd fóru, seinkað honum við námið, þó að hann léti ekkert aftra
sér frá þvi að ljúka því. Gerði hann það með sóma með meistaraprófi
(magister artium) 1936.
Samtímis Skúla voru við sagnfræðinám í Kaupmannahöfn þeir Barði
Guðmundsson og Sverrir Kristjánsson og batzt Skúli þeim báðum traust-
um vináttuböndum, enda frábær félagi og vinfastur svo að af bar. Og víst
er, að engan fræðimann dáði hann meira en Barða. Var hann einkum
hugfanginn af kenningum hans um uppruna íslendinga.
Að prófi loknu vann Skúli um tveggja ára skeið við Institutet for
Historie og Samfundsokonomi í Kaupmannahöfn, en 1938 hélt hann loks
heim eftir langa útivist. Þá var kreppan enn í algleymingi á íslandi og sízt
blómlegt um að litast fyrir unga menntamenn i atvinnuleit, jafnvel þótt
þeir hefðu lokið virðulegum prófum með sóma. Lærði Skúli þá um síðir
þau einföldu sannindi, að nær hefði honum verið að koma sér inn undir
hjá réttum valda- og áhrifamönnum en að eyða tíma sínum, fé og
kröftum í nám.
Flestum mun þó hafa fundizt hann mega hrósa happi, þegar hann fékk
kennarastöðu við Gagnfræðaskólann í Reykjavík, Ingimarsskólann. Var
þess þá síður gætt, að nám hans hafði ekki miðazt við undirbúning undir
unglingakennslu. Þarna átti Skúli síðan sinn aðalstarfsvettvang allt til
1960.
Um skeið stjórnaði Skúli einnig kvöldskóla, sem haldinn var á vegum
Menningar- og fræðslusambands alþýðu, og frá haustinu 1942 var hann
stundakennari við Menntaskólann i Reykjavík.
Kennsluárið 1959—60 naut Skúli leyfis frá kennslu og dvaldist þá er-
lendis. Að svo búnu fór hann alfarið að Menntaskólanum i Reykjavík,
fyrst sem kennari, síðan sem yfirkennari. Lauk hann þar kennsluferli sín-
Um, löngum og farsælum, vorið 1972, tveimur árum eftir að hann komst
ú eftirlaun.
Vitaskuld var það meira við hæfi Skúla að kenna elztu og þroskuðustu
nemendum Menntaskólans en byrjendum á barnsaldri. En sá skuggi féll á
siðustu ár hans við kennslu, að sumarið 1961 lenti hann í umferðarslysi í
Hanmörku. Átti hann lengi í því, og fór svo, að taka varð af honum ann-
an fótinn neðan við hné. Var þessi bæklun honum ávallt býsna örðug, þó