Saga - 1983, Page 300
Ritfregnir
DANAKONUNGA SÖGUR. Skjöldunga saga. Knýtlinga
saga. Ágip af sögu Danakonunga. Bjarni Guðnason gaf út.
Hið íslenska fornritafélag. Reykjavík-MCMLXXXII.
Nýtt bindi af íslenskum fornritum er komið á markað, Danakonunga
sögur, mikið rit og forvitnilegt. Útgáfan gengur furðulega seint; liðin voru 14
ár frá útkomu Landnámu, næstu bókar á undan, og 49 ár frá því að Egils saga
birtist, fyrsta rit útgáfunnar. Með sama hraða mun það taka Hið íslenska forn-
ritafélag á aðra öld að gefa út lungann úr íslenskum fornritum; miklir afreks-
menn erum við, Hrólfur minn.
Vafist hefur fyrir mér og öðrum að skilja og skýra það fyrirbrigði, að á mið-
öldum bjuggu hér í útsænum meiri heimsborgarar en nú á dögum. Þá fylgdust
íslendingar af svo árvökulum huga með því sem var að gerast úti í löndum að
þeir rituðu sígild verk um sögu nágrannanna í austri og vestri. f auðsæld 20.
aldar höfum við ekki verið menn til þess að gefa út nema brot af þeim heims-
bókmenntum, sem þeir létu eftir sig og bjargast hafa úr eyðingu aldanna til
okkar daga. Kjarninn I sögu Danakonunga, sem nú birtist, er Knýtlinga saga,
saga kónganna, sem gerðu Danmörku að stórveldi með því að neita léns-
skyldu við Þýskalandskeisara og leggja undir sig Eystrasaltið. Á 12. öld var
Eystrasalt á góðri leið að verða þýskt haf. Þýskar borgir spruttu upp eins og
gorkúlur við stórfljótin, sem falla um norðurþýsku slétturnar, og sverðriddar-
arnir þýsku hófu sóknina miklu austur og hlóðu virki og kastala. Þá réðust
Danir fram og unnu með skjótum hætti hernaðarmikilvæga staði á suður- og
austurströnd Eystrasalts. „ Valdimar konungur vann undir sig mikinn hluta af
Eistlandi og kristnaði og lét gera sterka borg í Revalum. Hann vann og mikið
af þýðversku landi“, segir í Ágripi af sögu Danakonunga. Þótt sigurgangan
hlyti brattan enda og Þjóðverj ar hertu sóknina miklu til austurs, var Danmörk
stórríki og þröskuldurinn mikli við mynni Eystrasalts, hernaðarlega mikil-
vægasti staður í Norður-Evrópu.
Danakonunga sögur eru tvö óskyld verk: Skjöldunga saga og Knýtlinga
saga. Sú fyrri fjallaði um danska fornkonunga fram á daga Gorms gamla
snemma á 10. öld oger ekki framar til nema í misþyrmdum brotum. Knýtlinga
saga hefst á frásögnum af Haraldi Gormssyni og lýkur 1187, er Búrizláfur
Vindahertogi andaðist og Knútur konungur Valdimarsson hafði „sett sína
gæslu og forsjá yfir allt Vindland“ (302). Danakonunga sögum lýkur á Ágrip1