Saga - 1983, Síða 301
RITFREGNIR
299
af sögu Danakonunga, ættartöluannál, sem rekur kyn konunganna frá Yng-
lingum og Skjöldungum til Valdimars sigursæla, og segir síðast af því er hann
vann Eistland 1219. Þá stóð Danaveldi hæst og íslendingar hættu að skrifa
sögur um danska kónga. Þetta ritkorn eignar Bjarni Guðnason, útgefandi
Danakonunga sagna, Sturlu lögmanni Þórðarsyni d. 1284.
Leitin að Skjöldunga sögu
Bækur eiga sér örlög, Sumar eru djásn, sem aldrei hafa yfirgefið skrautlega
sali, en aðrar lenda á hrakhólum og síðast í glatkistunni. Sögur Danakonunga
hafa sætt misjafnri meðferð á löngum öldum. Skjöldunga saga er löngu glötuð,
en Knýtlinga saga er varðveitt í mörgum handritum og handritaslitrum.
Ynglinga saga Heimskringlu Snorra Sturlusonar greinir frá norskum forn-
konungum og rekur ættir þeirra til Óðins. Þar segir að Aðils konungur í Upp-
sölum átti orustu við Ala kóng úr Noregi „á Vænis ísi.. . . Frá þessari orustu
er sagt í Skjöldunga sögu“.57 Þegar Snorri vann að Heimskringlu um 1220
hefur hann haft Skjöldunga sögu sem fyrirmynd að Ynglinga sögu sinni og
ausið úr henni fróðleik um kóngana sína. Skömmu áður setti Saxi fróði (d. um
1220) saman Gesta Danorum og rakti þar sögu danskra fornkónga til Dans
mikilláta en ekki Skjaldar Óðinssonar eins og Snorri, sem hefur ekki þekkt
verk Saxa. Snorri sótti m.a. í Skjöldunga sögu efni í Eddu, þegar hann segir
frá Hrólfi kraka, sem var einn af Skjöldungum. Til er Sögubrot af fornkon-
ungum, sem hefst með frásögn af ívari víðfaðma Hálfdanarsyni, en lýkur á
Ragnari loðbrók Sigurðarsyni. í Sögubroti segirfrá margfrægum Brávallabar-
daga, er Haraldur hilditönn féll 150 ára gamall. Saxi getur orustunnar, og
ýmsar hetjur með hljóðstöfuð viðurnefni eru hinar sömu í báðum heimildum;
glatað fornkvæði eða nafnaþula, Brávallaþula, mun hafa verið sameiginleg
heimild.
í máldaga Möðruvallaklausturs frá síðara hluta 15. aldar er nefnd bók, sem
á voru ritaðar: „Hrólfs saga kraka, Skjöldunga saga, Völsunga saga“ o.s.frv.
Þá hefur Skjöldunga saga enn verið til, og rúmri öld síðar endursagði Arn-
grímur Jónsson lærði söguna á latínu fyrir danska fræðimenn í riti, sem hann
nefndi Rerum Danicarum Fragmenta eða Brot úr sögu Dana. Eftir það hefur
enginn barið Skjöldunga sögu augum á íslenska tungu, og menn hafa harmað
að upphafsrit íslendinga um sögu danska ríkisins er týnt og tröllum gefið
nema í endursögn Arngríms lærða á latínu. Þegar hann sat við skriftir norður
á Hólum á síðasta áratug 16. aldar, var hann ekki að þýða Skjöldunga sögu
sérstaklega, heldur að tína saman fróðleik um danska fornkónga eftir til-
tækum íslenskum heimildum og gætti þess ekki að greina frá, hvað hann þægi
úr hverri. Síðan hafa menn rýnt í rit hans og bollalagt um vinnubrögðin og
yfirleitt hallast að því að hann hafi misþyrmt forritum sínum gríðarlega; frá-
sögn hans sé lítið annað en útdráttur eða ágrip af þeim bókum, sem hann
studdist við. Bjarni Aðalbjarnarson, sá mikli fornsagnarýnandi, sagði um