Saga - 1983, Side 302
300
RITFREGNIR
Skjöldunga sögu, að hún hefði „stungið í stúf við samtíða Noregskonunga
sögur og verið frumlegt, stórmerkt rit. Sagan hafði að geyma ævintýrakennd-
ar sagnir af fornum atburðum, er höfðu verið gerðir sem sögulegastir, án þess
aðhirtværiumsannleik. . . . Það er álitamál, hvort skuli fremur telja Skjöld-
unga sögu meðal konungasagna eða kalla hana fyrstu fornaldarsöguna" (Hkr.
I, form. 19).
Fyrir 20 árum gaf Bjarni Guðnason út doktorsritgerð um þetta „frumlega
og stórmerka rit“, sem er ekki lengur til, og komst að þeirri niðurstöðu að
sagan hefði verið skráð seint á 12. öld, aðrir höfðu ársett hana um 1200, og
verið á köflum heldur beinaber ættartala danskra fornkónga og röð þeirra á
konungsstóli, og hann vísaði í orð Arngríms máli sfnu til sönnunar. Seint á
13. öld hefði orðið til önnur Skjöldunga saga, aukin æsilegu efni í stíl forn-
aldarsagna; besta fulltrúa fyrir þessa endurgerðu sögu taldi hann Sögubrot af
fornkonungum, sem áður gat. Frá niðurstöðum sínum greinir hann í formála
Danakonunga sagna, en birtir í meginmáli latínurit Arngríms og þýðingu sína
á íslensku neðanmáls, þætti úr Ynglinga sögu og Eddu Snorra, Ragnarssona
þátt Hauksbókar, Sögubrot af fornkonungum og kafla úr nokkrum öðrum
ritum; þennan samtíning nefnir hann Skjöldunga sögu, en saga er það ekki
heldur misgamlar leifar af því sem einu sinni var.
íslendingar höfðu keppst við að rita sögur Noregskonunga á 12. öld, en
undir aldarlokin færðu þeir út sögusvið sitt suður til stórveldisins danska. Pá
fór Páll Jónsson frá Odda á Rangárvöllum til Lundar og var vígður þar biskup
í Skálholti af Absaloni mikla erkibiskupi. Líklega hefur biskupsefnið talið
það ómaksins vert að rekja ættir sínar og Knúts konungs Magnússonar (d.
1157). Bjarni Guðnason segir að það fari ekki milli mála, að höfundar Skjöld-
unga sögu „sé að leita á næstu grösum við Pál Jónsson biskup (d. 1211).
Knýtlinga saga
Knýtlinga sögu hefur vegnað skikkanlegar um dagana en Skjöldunga sögu.
Elstu handritabrot hennar eru frá því um 1300, en í sögunni er minnst a
atburði, sem gerðust fyrir 1190. Sagan hefur ekki verið fullsamin fyrr en eftir
1250, en hefur líklega verið alllengi í smíðum. Um 1240dvaldist Ólafur Þórð-
arson hvítaskáld (d. 1259), bróðursonur Snorra og lærisveinn, við hirð Valdi-
mars sigursæla Danakonungs (d. 1241), og fékk „af honum mikinn sóma".
Hann „nam af honum marga fræði, og hafði hann margar ágætlegar frásagnir
af honum" (bls. 315). Bjarni Guðnason telur, eins og ýmsir aðrir fræðimenn
áður, Ólaf mjög líklegan höfund sögunnar; fyrir honum hafi vakað að setja
saman um Danakonunga á danska tungu, eins konar fyllingarrit við Heims-
kringlu Snorra. Saxi fróði (d. um 1220) hafði samið um þá mikinn doðrant á
latínu, sem Ólafur hefur kynnt sér og ýmis önnur dönsk sögurit, meðan hann
dvaldist í Danmörku. Knýtlinga saga rekur allrækilega sögu kónganna á 12.
öld og vitnar til fróðra danskra bóka um atburði, sem urðu eftir fall Knuts