Saga - 1983, Page 304
302
RITFREGNIR
son á Breiðabólstað í Vesturhópi og Markús skáld Skeggjason lögsögumaður,
en hann hafði verið hjálparhella Gissurar biskups við setningu tíundarlag-
anna. Markús orti mikla erfidrápu um Eirík góða Danakonung (d. 1103). Par
segir frá suðurgöngum hans, sigurför á hendur Vindum við Eystrasalt, og sér-
stök lofgerð er honum sungin fyrir að hafa hlotið páfaleyfi fyrir stofnun erki-
stóls í Lundi; friðsöm stjórnarafrek voru í kvæði orðin meira virðien að brytja
fólk fyrir örn og úlf.
íslensk sagnfræði stendur rótum hjá hirðskáldum, sem fóru milli hálffor-
sögulegra fursta, sem áttu ekki völ á betri fjölmiðli en rímaðri frásögn. íslend-
ingar voru einangraðir í úthafinu, staddir fjarri góðu gamni alþjóðlegra
stjórnmála og gátu hvorki vakið athygli á sér með hernaðartilþrifum, stór-
veislum né glæsibyggingum, heldur einungis með lærdómi og þekkingu á
sögu. Þeir urðu að vera hlutlausir í helskákum stjórnmála sökum fjarlægðar,
og hlutleysinu til varnar lögðu þeir skóggang við að yrkja háðung um konung
Dana, Svía og Norðmanna. Frásagnarlistin var erindisbréf þeirra á fund nor-
rænna fursta, en um 1100 áttu þeir öðrum og brýnni erindum að sinna erlendis
en fræðaflutningi, þótt þeir gleymdu ekki fornri hefð. Jón Ögmundarson var
búinn úr garði eins vel og hægt var, og í farteski sínu hefur hann haft Eiríks-
drápu skrifaða, fyrsta skráða íslenska söguritið, sem varðveist hefur. Jón var
góður raddmaður og hefur flutt þeim Össuri erkibiskupi og Nielsi kóngi dráp-
una forkunnarvel og þeir viljað fá meira að heyra. Erkistóll var stjórnar- og
hefðarsetur og hafði átt sér suður í Brimum sagnfræðing, meistara Adam, sem
skrifaði um 1072 klassískt rit um sögu kristninnar í Norður-Evrópu, Gesta
Hammaburgensis ecclesiae/pontificum. Þessa bók hefur klerkdómurinn í
Lundi eignast þegar eftir stofnun stólsins, og einnig hefur þar orðið til annála-
tíningur og páskatöflur (N.St, 1975, 23-24). Rímfræði og saga var hluti af
klerklegri menntun, og hefðarklerkar í Lundi hafa frétt hjá Jóni Ögmundar-
syni og fylgdarliði hans, en í þeim hópi er líklegt að Ari fróði hafi verið, að
íslendingar væru fróðir um forn tíðindi á Norðurlöndum. Handrit Eiríks-
drápu hafa Lundarmenn eignast, því að Saxi fróði notar drápuna um 1200 í
Danasögu sinni, Gesta Danorum, en þar lýkur hann lofsorði á íslendinga fyrir
þekkingu þeirra á fornum sögum.
Sæmundur fróði skrifaði bók á latínu um Noregskonunga frá Haraldi hár-
fagra til Magnúsar góða (d. 1047), og hóf með henni ritun norrænnar sögu að
því er talið er. Þá rakti hann einnig ætt sína til Danakonunga og lagði með því
drög að Knýtlinga sögu (form. 72-83). Söguritun ofin ættfræði var þáttur í bar-
áttu íslenskra stórbænda fyrir því að vera viðurkenndir innan aðalsins í Evr-
ópu, en sagnfræði hefur löngum verið tæki í stéttabaráttunni, eins og kunnugt
er. Með Eiríksdrápu brúuðu íslendingar bilið milli ólæsra hirðskálda og rit-
aðrar sögu, og þá hófst ritun Danakonunga sagna.
Markús Skeggjason er enginn keppinautur Ara fróða um forsæti í braut-
ryðjendahópi íslenskra fræðimanna, heldur einn af mörgum einstaklingum,