Saga - 1983, Page 311
RITFREGNIR
309
mér benda til þess að þetta hafi orðið eilítið broslegt metnaðarmál. Sjálfur hef
ég reynt að malda í móinn án þess þó að hafa nokkra sérþekkingu til að bera:
„Arið 1477 tók hann (Kólumbus) sér ferð fyrir hendur til Englands og lengi
var haft fyrir satt að hann hefði komið til íslands. Ekkert hefði þurft að vera
þessu til fyrirstöðu því að miklar siglingar voru til íslands frá enskum höfnum
svo sem Bristol og Galloway. Pó má nú telja fullvíst að Kólumbus hafi aldrei
til Islands komið. Eina frásögnin af meintri íslandsferð hans er í ævisögu Kól-
umbusar eftir Ferdínand, son hans, sem þýdd var á ítölsku árið 1571, en
spænska frumritið er glatað. Lýsingin á Thule, sem þá ætti að vera ísland, er
svo fjarri öllum sanni að þessi frásögn verður ekki tekin trúanleg, enda hefur
Kólumbus aldrei haldið neinu slíku fram svo að vitað sé, og frásögn Ferdín-
ands mun á ruglingi byggð“ („Mannkynssaga“ 1980 bls. 64).
Þetta kann vel að hafa virzt „dálítið glannalega afdráttarlaust" en þá er þess
að geta að ég hafði þetta frá enskum fræðimanni, konu, Alwyn A. Ruddock.
Hún tók þetta mál allt til ítarlegustu rannsóknar í grein sem hún nefndi „Col-
umbus And Iceland: New Light On An Old Problem" og birtist í landfræði-
tímaritinu „The Geographical Journal" (Vol. 136, Part 2 1970, bls. 179-189).
Því er skemmst frá að segja að röksemdir hennar sannfærðu mig - enda þótt
henni verði það á að kalla Reykjavík á Columbi tíð „then little more than a
big fishing village, facing the sea at the edge of its desolate lava plain“. Getur
það annars verið að þarna skjóti upp hjá dr. Ruddock einhverri óljósri hug-
mynd um Hafnarfjörð? Óneitanlega á lýsingin skárr við landslagið þar og svo
mikið er víst að Helgi S. Briem heldur því blákalt fram að Kólumbus segist
„hafa komið til Hafnarfjarðar í febrúar 1477“ („Lönd og lýðir“, XI. bindi:
„Suðurlönd“, bls. 77). Hvaðan sem nú Helgi hefur staðarnafnið, ekki er það
úr þessum margumrædda kafla í ævisögu Ferdínands, hins vegar er þar bæði
ártalið og mánuðurinn. Hitt er svo annað mál að Kólumbus hafði sannanlega
mikinn áhuga á íslandi og norðurslóðum (David B. Quinn: John Day And
Columbus. The Geographical Journal. Vol. 133, Part 2 1967, bls. 208).
Það er að sjálfsögðu ekkert við því að segja þótt þýðandi skjóti athuga-
semdum inn í textasinn sé það merkt. Hitt verður að áteljaséþaðgert án auð-
kenna og þá um leið villandi. Á blaðsíðu 60 stendur að „plágan mikla eða
svarti dauði“ hafi lagt að velli milljónir og aftur milljónir manna. Síðan
stendur innan sviga „rúma milljón eða þriðjung allra Englendinga-þriðjung
Islendinga". Nú hef ég ekki ensku útgáfuna við höndina en það er lítt hugsan-
legt að þetta hafi staðið þar um Islendinga. Og er enda rangt: Höfundur er hér
að fjalla um þann „Svarta dauða“ sem geisaði í Evrópu um miðja 14. öld en
kom ekki til íslands. Það skýrist svo strax á næstu blaðsíðu, að Kjartan á við
annað, þar segir hann, án þess að auðkenna það hið minnsta, en það hlýtur að
vera frá honum komið: „Til íslands barst svarti dauði 1402“. Vandræðin við
þetta er það að samtímaheimildir íslenskar nefna þá pest „Pláguna", „Plág-
una miklu“ eða því um líkt og það er með öllu óvíst að þetta sé sama pestin