Saga - 1983, Blaðsíða 312
310
RITFREGNIR
og „Svarti dauði“ frá miðbiki aldarinnar á undan (Sjá t.d. Einar Laxness:
íslandssaga L-Ö: „Svartidauði" og Jón Steffensen: „Menning og meinsemd-
ir“, kaflinn „Pest á íslandi“).
Margt fleira mætti um þessa bók segja eins viðamikil og hún er þótt ekki
verði nú lengra rakið. Pað skal svo að síðustu áréttað að enda þótt mér hafi
heldur dvalizt við vankantana þykir mér umtalsverður fengur að þessu riti á
íslenzku.
Jón Thor Haraldsson.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson: ÓMAGAR OG UTANGARÐS-
FÓLK. Fátækramál Reykjavíkur 1786-1907. (Safn til sögu
Reykjavíkur). Sögufélag 1982.
Ómagar og utangarðsfólk er fimmta ritið í Safni til sögu Reykjavíkur, sem
Sögufélag gefur út með stuðningi höfuðborgarinnar. f fyrstu bindunum
tveimur voru prentaðar heimildir, og í hinum tveimur næstu voru birtar 29 rit-
gerðir eftir 24 höfunda. í þessari bók eru hins vegar birtar niðurstöður af rann-
sókn á einum afmörkuðum þætti úr sögu borgarinnar, fátækramálum 1786-
1907; Reykjavík og Seltjarnarneshreppur voru hins vegar eitt framfærslu-
hérað til 1847, og til þess tíma verður ekki skilið á milli þeirra. Tímamörkin
miðast við stofnun kaupstaðar í Reykjavík 1786, og árið 1907 tóku gildi ný lög
um framfærslu auk þess sem „dró smám saman úr umfangi framfærslunn-
ar . . . “ (179). Bókin er 190 bls. auk formála, og í meginmáli eru 19 töflurog
4 skýringarmyndir til skilningsauka. Myndir eru birtar af teikningum Aage
Nielsen-Edwin af Reykjavík 1786, 1801, 1836 og 1876, og sýna þær ljóslega
vöxt bæjarins. Loks eru ljósmyndir af ýmsu tagi á 12 bls.
Meginmál bókarinnar er í átta köflum, og má skipta efni hennar í þrennt.
í fyrsta lagi er rakin í aðalatriðum atvinnu- og fólksfjöldasaga Reykjavíkur
þetta skeið, greint frá útgerð smábáta til þilskipa og togara, sýnt hvernig
verzlun, iðnaður og þjónusta leiddu til sérhæfðara samfélags í Reykjavík en
annars staðar tíðkaðist. í öðru lagi er gerð grein fyrir lagasetningu, sem snerti
hagi þurfamanna og þeirra stétta, sem hættast var við bjargþroti á síðustu öld,
og vikið er að hugmyndum sem komu fram til umbóta. Meginviðfangselni
bókarinnar er síðan sjálf framfærslan, stjórn hennar og hagur framfærslu-
þega, fjöldi þurfamanna og kostnaður sá, sem af forsorguninni hlauzt.
í lok 18. aldar var stundaður sjálfsþurftabúskapur í landinu, en í byrjun
hinnar 20. var komið á legg allsérhæft samfélag í kjölfar nýrra atvinnuhátta.
Þessar aðstæður mótuðu viðhorf til þurfamanna eins og Gísli bendir á
(107,143,170-173). í bændasamfélaginu gamla var framfærsluskylda ættingja
mjög rík og gat náð til fimmmenninga ef skilyrðum var fullnægt, en eftir það