Saga - 1983, Síða 313
RITFREGNIR
311
kom til kasta hreppsins; opinber framfærsla ógnaði markmiðum samfélagsins,
og sveitarstjórnir höfðu mikla forsjá fyrir þegnunum svo ekki yrðu þeir þurf-
andi. Neikvæð viðhorf mótuðu því afstöðuna til framfærsluþeganna um það
leyti sem kaupstaður reis í Reykjavík. „Hugtök eins og (sveitar)ómagi, þurfa-
lingur, niðursetningur, sveitarlimur, þurfamaður, þurfabóndi o.fl. eru til
þess fallin að rugla fólk, enda eru þau iðulega notuð eða skilin á annan hátt nú
á dögum en áður var. í mörgum þeirra felst fremur niðrandi tónn, enda oft
notuð í niðrandi merkingu.“ (26) Þessi skilgreining var viðhöfð til loka 19.
aldar og jafnvel lengur; frá 1847 hafði þó fátækranefnd Reykjavíkur á sínum
snærum vissa eða fasta þurfamenn (ómaga) og óvissa (þurfabændur), og er sú
skilgreining með öðru vitni um breytt viðhorf til hinna þurfandi, enda hafði
vöxtur Reykjavíkur skapað bænnm „nokkra sérstöðu meðal íslenskra sveitar-
'félaga upp úr 1840.“ (86)
Sveitarstjórnir út um land drógu framfærsluþega sína yfirleitt í tvo dilka,
niðursetninga og þurfabændur eða -menn. Hinum fyrrnefndu var oftast
jafnað niður á bændur í hlutfalli við fátækratíund eða skuldlausa eign og kall-
að manneldi. Sú tilhögun var í samræmi við ákvæði Jónsbókar sem og mat-
gjafir, einkum hinna betur settu, en á fyrsta fjórðungi 19. aldarinnar færðist
líklega í vöxt ársvistun ómaga. Þurfabændur stóðu fyrir heimili og fengu styrk
í einhverri mynd til að sjá fjölskyldu sinni borgið um stundarsakir; öðrum
kosti var heimilið leyst upp og fólkið sett niður. Aðalorsakir þess að menn leit-
uðu á náðir sveitarstjórna voru „elli eða æska, sjúkdómar, barnaómegð og
óregla.“(12) Það lætur því að líkum að framfærsla var meginstarfi hrepp-
stjórnarmanna um land allt. Aðal þeirra var að sýna hyggindi í stjórn fátækra-
mála og firra hreppinn vandræðum eins og það hét. Til þess var stundum beitt
miklu harðræði, en Gísli bendir á að mælistika nútímans verði ekki lögð á
athafnir sveitarstjórnarmanna þeirrar tíðar (12).
í öðrum kafla bókar greinir Gísli frá lagasetningu um þurfandi fólk.
Ákvæði Jónsbókar giltu í meginatriðum til 1834, en ýmsar veigamiklar breyt-
ingar voru þó gerðar með „hreppstjórainstrúxi" Magnúsar Stephensens 1809.
Það var út gefið í krafti konunglegrar „resolutionar" árið áður. Gísli segir, að
instrúxið hafi boðað „ýmsar nýjungar í framkvæmd framfærslumála, sem
fæstar komust til framkvæmda, þar eð konungur veitti henni ekki lagagildi
með staðfestingu sinni." (19) Þetta orkar tvímælis. Instrúxið er eins konar
handbók í hreppstjórn, þar eru útskýrð ákvæði ýmissa laga og tilskipana um
sveitarstjórn og sum túlkuð frjálslegar og mannúðlegar en áður tíðkaðist. Eitt
merkasta nýmæli instrúxins var um álagningu aukaútsvars í góðærum til að
standa straum af framfærslu þegar hart var í ári.1 Þetta ákvæði mun ekki hafa
stuðzt við lög, en ekki verður annað séð en þessi skattheimta hafi að einhverju
leyti eða öllu átt að koma í stað manneldisins; fólk yrði sett niður í lengri tíma
Lovsamling for Island VII, bls. 314. Khöfn 1857.