Saga - 1983, Qupperneq 314
312
RITFREGNIR
í senn gegn gjaldi. Víst er að þegar haustið 1810 tóku sumar hreppsnefndir að
kalla eftir „extra-tillögum“ handa fátækum, „útsvar extra ordinaire" hét það
sums staðar. Instrúxið kvað á um 20 ára sveitfestitíma, en áður höfðu menn
átt sveit þar sem þeir fæddust, „ . . . gjörðist þá rekstur mikill af sveit í sveit,
því að fæðingarhreppar höfðu gilt áður, og kom það illa við í svo miklu harð-
æri . . . “2 3. Svosegir sýslumaður Espólín í Sögu frá Skagfirðingum árið 1810.
Af þessu verður ekki annað ráðið en hreppstjórar hafi farið eftir ákvæðum
instrúxins, a.m.k. í þessum greinum. Ársvistun ómaga varð smám saman
regla og varð þeim til heilla að jafnaði. Geðsjúklingar voru þó löngum á
hreppsgangi. Aukaútsvarið fékk ótvíræða lagastoð með fátækrareglugerðinni
1834, en hafði víða verið innheimt í tæpan aldarfjórðung jafnt í góðærum sem
í „tilfallandi neyð.“
Fátækrareglugerðin 1834 „var fyrsta heildarlöggjöf um fátækramálefni sem
sett var allt frá gildistöku Jónsbókar." (20) Gísli rekur efni reglugerðarinnar
og þær nýjungar, sem hún leiddi í lög, en merkastar þeirra voru 5 ára sveit-
festitími (sem var lengdur í 10 ár árið 1848) og frændaframfærslan var bundin
við beinan legg upp og ofan (21). Líklega hefur það ákvæði verið sett til stað-
festingar reynslu; ekki dygði að ætla fjarskyldara fólki forsorgun ættingja.
Annars eru tekin upp í reglugerðina mörg ákvæði hreppstjórainstrúxins.
Reglugjörd fyrír Fátækra málefna lögun og stjórn, fyrst um sinn, á íslandi
(Khöfn 1834) er ekki á heimildaskrá, en í 2. gr. hennar og raunar víðar er sér-
staklega kveðið á um stjórn fátækramálefna í Reykjavík og Seltjarnarnes-
hreppi. Þar á „eins og híngað til, sérleg nefnd, í hvörri Dómkirkjupresturinn,
Býfógetinn og Sýslumaðurinn í Gullbríngusýslu hafa sæti, ásamt tveimur
öðrum af Amtmanninum tilnefndum mönnum, að stjórna Fátækra málefn-
um.“J Með þessari grein fékk fátækranefnd Reykjavíkur og Seltjarnarnes-
hrepps lagastoð, en hún varmerkilegt nýmæli, skipuð í árslok 1821, ogverður
nánar getið síðar. Gísli nefnir helztu lög, sem vörðuðu afkomu þurfafólks og
þeirra stétta sem minnst báru úr býtum, hjúa, tómthúsmanna, húsfólks og
lausamanna, sem og sveitarstjórnarlögin 1872 o.fl. (22). í þá greinargerð
mætti auka fræðslulögunum 1880, en þau gerðu sveitarstjórnum skylt að sjá
niðursetningum fyrir kennslu í skrift og reikningi; áður hafði lærdómur þeirra
einkum miðazt við fermingarundirbúning. Prestum var sem fyrr ætluð sú
skylda að annast eftirlit með uppfræðslu sveitarbarna, og sló stundum í brýnu
með þeim og hreppsnefndum sem þótti óþarfi að reiða fé af hendi í þessu
skyni. Hins ber líka að geta að sumar sveitarstjórnir sinntu þessari skyldu
möglunarlítið.
Við upphaf þess tíma sem bókin tekur til var stjórn framfærslu í Reykjavík
og Seltjarnarnesi með líkum hætti og yfirleitt tíðkaðist. Sýslumaður Gull-
2 Jón Espólín, Einar Bjarnason: Saga frá Skagfiröingum 1685-1847, II, bls. 56. Kristmundur
Bjamason, Hannes Pétursson og Ögmundur Helgason höfðu umsjón með útgáfunni. Rvík 1977.
3 Reglugjörd . . . bls. 7.