Saga - 1983, Page 315
RITFREGNIR
313
bringusýslu og bæjarfógeti (frá 1803) báru ábyrgðina, en hreppstjóri í Sel-
tjarnarneshreppi fór að mestu með framkvæmdina. Pað var nýlunda þegar
fátækranefnd var skipuð í árslok 1821 (25-26). Sú tilhögun átti rætur að rekja
til deilna borgara og bæjarfógeta um skattgreiðslur, sem hinir fyrrgreindu
vildu ekki una nema þeir fengju að einhverju leyti haldið í taumana. Skipan
nefndarinnar var með líkum hætti og tíðkaðist í Danmörku (45-46, 174) og
hefur líklega orðið hinum þurfandi til góðs eins og stofnun hreppsnefnda síðar,
því að störfin dreifðust á fleiri hendur og styrkþegar voru síður ofurseldir
duttlungum. í nefndinni áttu sæti bæjarfógeti, hreppstjóri Seltjarnarnes-
hrepps, dómkirkjuprestur, kaupmaður og sýslumaður Kjósarsýslu; tveir hinir
síðasttöldu kjörnir af borgurum í Reykjavík (46). Sú breyting var gerð með
reglugerðinni 1834, að sýslumaður Gullbringusýslu fékk sæti í nefndinni í stað
hreppstjóra, og sjálfsagt hefur verið breytilegt hverjir voru fulltrúar borgara
í nefndinni.
Fljótlega eftir skipun fátækranefndarinnar 1821 hófust umræður um skipt-
ingu framfærsluhéraðsins, enda fjölgaði fólki ört í Reykjavík og atvinnulíf var
þar með öðrum hætti en í grenndinni (78-86). Þessum áformum var komið í
framkvæmd árið 1846, og var þá gefin út reglugerð um stjórn bæjarmála (99).
Akvæði hennar um fátækramálefni taka mið af breyttum aðstæðum: í stað
sýslumanns Gullbringusýslu fær sæti í fátækranefnd tómthúsmaður í Reykja-
vík (100). Starfssvið nefndarinnar breyttist á þá lund að álagning gjalda til
framfærslunnar var færð í hendur bæjarstjórnar (110-111). Fátækranefndin
var lögð niður árið 1872, en í hennar stað kosin þriggja manna nefnd úr hópi
hæjarfulltrúa. Auk þess átti bæjarfógeti sæti í nefndinni, sem skipuð var í
krafti laga um bæjarstjórn Reykjavíkur 1872. Hinni nýju fátækranefnd voru
sett nákvæm starfsskilyrði og það nýmæli upp tekið að skipa tvo fátækrastjóra
til að hafa umsjón með framfærslunni (126-130). Prestur sat fundi og hafði
atkvæðisrétt um ráðstafanir „er snerta uppeldi og kennslu fátækra barna.“
(129) Árið 1890 var fjölgað um þrjá í nefndinni til að hafa nánara eftirlit með
hinum verst settu í bænum og hélzt það skipulag til 1907 (130); sátu þá suma
fundi 10 manns.
í sveitum voru hreppstjórar nær einráðir um framfærslu. Völd þeirra voru
styrkt með reglugerðinni 1834 en þó bar prestum að gefa þeim „sín yfirveguðu
ráð“ og hlutast til um betrumbót með fortölum eða kæru, ef „yfirsjónir finnast
1 aðgjörðum Hreppstjórans . . . “,4Prestum vareinnigfengið valdíhendurí
Þeim hreppum, þar sem tveir fóru með völdin: þeir voru þá oddamenn. Sumir
Prestar beittu þessu valdi sínu til þess að fá niðursetningum betri vist, og fór
víst eftir myndugleika þeirra hvort hreppstjórar sinntu kvabbinu. Gísli nefnir
e'tt dæmi þess að barni hafi verið fenginn nýr samastaður fyrir atbeina presta
H1 að tryggja fræðslu þess (112). Auk þess þurfti fátækranefnd stundum að
§rípa í taumana til að tryggja börnum betra atlæti (178). Hreppsnefndum -
4 Reglugjörd . . . bls. 5.