Saga - 1983, Side 316
314
RITFREGNIR
þriggja, fimm eða sjö manna eftir atvikum - var komið á fót með sveitar-
stjórnarlögunum 1872. Með skipan þeirra fengu málefni þurfamanna meiri
tilsjón, en skoðanir nefndarmanna voru ósjaldan á eina lund því yfirleitt völd-
ust rosknir efnabændur til trúnaðarstarfa.
Stjórn fátækramála var í aðalatriðum þrenns konar: 1) Setja þurfti niður
ómaga og deila styrkjum til þurfamanna. 2) Hafa alls konar forsjá fyrir fólki,
meina því búsetu, hindra að menn næðu að vinna sér sveit og koma í veg fyrir
svonefndar öreigagiftingar. 3) Annast margháttuð samskipti við aðrar sveit-
arstjórnir, sjá um þurfamenn sem dvöldust í öðrum hreppum, flytja menn
hreppaflutningi o.fl.
Þetta var mikið starf ef vel átti að vera, og víðast hvar felldu menn dóma um
sveitarstjórn eftir framgangi hennar í fátækramálum. Það er skemmst af að
segja, að niðurstaða Gísla er sú, að stjórn framfærslumála hafi verið með
mannúðlegri hætti í Reykjavík en annars staðar, þótt þar hafi enginn verið
öfundsverður af hlutskipti sínu (178). Þetta er án efa rétt ályktun. Sjónarmið
sjálfsþurftabúskaparins létu fyrr undan síga í Reykjavík og þangað bárust fyrst
erlend og mannúðlegri viðhorf.
Stjórnendur fátækramálefna í Reykjavík vísuðu fjölmörgum frá búsetu
mestallt það skeið, sem bók Gísla greinir frá, í því skyni að ekki yrðu þeir
síðar til byrði, en um 1880 dró úr árvekni yfirvalda, enda örðugra um vik að
fylgjast með þegar bærinn stækkaði (42-44,123-124,164-165). Hins vegar til-
greinir Gísli ekkert dæmi þess að sveitarstjórn hafi rekið menn á brott þegar
þeir voru í þann veginn að vinna sér sveitfesti með samfelldri dvöl, en slíkt var
alsiða í sveitum. Vitnar það um að fátæklingar hafi átt meiri skilningi að mæta
í Reykjavík en annars staðar. Þá munu reykvísk yfirvöld hafa tekið mildilegar
á málum utansveitarómaga en annars tíðkaðist (175-178).
Gísli getur þess að ekki verði séð af heimildum að í Reykjavík hafi verið
haldin „uppboð á framfærslu einstakra niðursetninga.“ (178) Slíkt var tíðkað
víða og gjarnan kallað niðurboðsþing: sá fékk ómaga, sem krafðist minnstrar
meðgjafar, og þarf ekki frekar orðum að því eyða; það var réttnefndur verð-
gangur. Hélt þessi háttur sums staðar velli fram yfir aldamótin síðustu.
Ómagar voru annars misþungir eins og það hét. Fullt ómagameðleg var talið
eitt hundrað á landsvísu eða sem því svaraði eftir verðlagsskrá. Þess nutu
aðallega börn til 10-12 ára aldurs, en þá var upphæðin ósjaldan lækkuð um
helming. Á hinn bóginn þurfti oft að svara meira en venjulegu meðlagi með
sjúklingum og gamlamennum.5 Þorri ómaga var yfirleitt á minna en fullri
meðgjöf(sbr. t.d. töflubls. 30). Niðursetningarvoru aðjafnaðifleirien þurfa-
bændur, og fjöldi þeirra var stöðugri milli ára. Flestir voru þeir á barns- eða
unglingsárum og síðan eldri en fimmtugir (sjá t.d. töflur bls. 34 og 167). Þetta
á sér einkar eðlilegar orsakir. Við sextán ára aldur réðst fólk í vistir og hvarf
5 Eggert Briem: Lýsing Skagaíjarðarsýslu, Skagfirðingabók 11, bls. 47-48. Rvík 1982.