Saga - 1983, Qupperneq 317
RITFREGNIR
315
því úr tölu ómaga. Elli og sjúkdómar neyddu menn síðan á fund sveitarstjórna
ættu þeir engan að, og var starfsævi sumra harla stutt.
Þurfabændur stóðu fyrir heimili í sveit eða við sjó og nutu tímabundins
styrks til að sjá sér og sínum farborða. Gísli getur þess að styrkur hafi einkum
verið greiddur í fríðu, matvælum, innskrift, húsaleigu o.fl. Hið sama tíðkaðist
í sveitum, a.m.k. er á leið öldina og líklega allt það skeið sem um er rætt. Á
síðari hluta 19. aldar borguðu þó reykvísk stjórnvöld föstum þurfamönnum í
peningum sem þeirgátu ráðstafað, t.d. til húsaleigu (bls. 166, 177). Sveitar-
stjórnir áttu flestar reikning í kaupstað og skömmtuðu þurfafólki. Varð
stundum rekistefna ef sveitarlimir tóku sjálfir út, og vildu hreppsnefndar-
menn ógjarnan greiða slíka úttekt. Purfamönnum til sveita voru auk þess
fengnar skepnur, hey, slægjur, matur o.fl., gefin eftir landskuld á jörðum í
eigu sveitarsjóðs o.s.frv. Það sýnir e.t.v. bezt viðhorf til þurfamanna, að í
lögum var sérstök heimild handa sveitarstjórnum að leggja hrossakjöt á borð
sveitarþurfa.6 Magnús Stephensen taldi þetta ákvæði einungis eiga við hall-
æri, en víst er að margar sveitarstjórnir áttu hrossakjöt í kjagga til þess arna.
Gísli fullyrðir að víða um land hafi það verið „markviss stefna sveitar-
stjórna að halda fjölda þurfabænda (óvissra þurfamanna) í algjöru lágmarki,
með því að leysa heimili upp þegar í stað yrðu forstöðumenn þeirra að leita á
náðir sveitarstjórnar . . . “ (114). Petta er tvíeggjuð fullyrðing. Samkvæmt
hreppstjórainstrúxinu bar hreppstjórum að halda fátækum bændum við
búskap í lengstu lög „heldur en hleypa hyski þeirra út á sveit til misjafnrar for-
sorgunar og uppeldis . . . “,7 Þetta ákvæði er vitaskuld engin heimild um að
þessi hafi stefnan verið í reyndinni. Á hinn bóginn var kostnaðarminna að
halda fjölskyldum við búskap ef forsvarsmenn þeirra voru dugandi; sumar
sveitarstjórnir áttu til þess nokkur jarðarhundruð. Hreppstjórnarmenn
lögðu á það mat, hvaða kostur væri léttbærastur sveitinni, og sá var valinn sem
niinnst útlát hafði í för með sér. En vísast er það rétt hjá Gísla að fjölmörgum
heimilum var sundrað þótt þau þyrftu lítillar aðstoðar við, einkum á fyrri
hluta 19. aldar. Og mat sveitarstjórnarmanna á hæfni einstaklinganna til að
sjá sér borgið var stundum reist á hæpnum forsendum og getsökum.
Hreppstjórnum var skylt að halda bækur um gerðir sínar. I þær var skilvís-
lega fært hverjir nutu aðstoðar, hvort sem var í formi styrks eða láns. Sveitar-
stjórnir litu á styrki sem skuld, og Gísli getur þess, að fátækrasjóður Reykja-
víkur hafi haft nokkrar tekjur af endurgoldnum sveitarstyrk, t.d. nær helm-
*ngi tekna fyrir árið 1897, og er það há upphæð og líklega miklum mun hærri
en annars staðar tíðkaðist (142-143). Það voru einkum óvissir þurfamenn sem
gátu staðið í skilum. Hreppsnefnd Seyluhrepps í Skagafirði tók saman skrá
um útistandandi skuldir 26 manna, sem árabilið 1833-1894 höfðu hlotið
6 Lovsamling VII, bls. 316.
7 Lovsamling VII, bls. 311.