Saga - 1983, Page 318
316
RITFREGNIR
11.804.08 kr. í styrki. Af þeirri upphæð höfðu skilazt 84.00 kr.8 Innheimtan
hefur því naumast verið drjúgur tekjustofn, en styrkirnir voru skuld og gáfu
sveitarstjórnum vald til að ráðskast með skuldunautana ef henta þótti. Gísli
nefnir ekkert beint dæmi þess að stjórnendur í Reykjavík hafi stundað slíkt og
sýnir það hversu fátækranefndin fór mildilegar með vald sitt en yfirleitt tíðk-
aðist. Líklega hefur innheimtan gengið betur í Reykjavík vegna þess að
afkoma var þar skárri þegar menn gátu gengið að vinnu. Þcir urðu fyrr sjálf-
bjarga á mölinni en í ofsetnum sveitum þar sem tæknilegar framfarir höfðu
engar orðið.
Fólki var óheimilt að ganga í hjónaband ef það skuldaði í sveitarsjóði,
nema leyfi yfirvalda kæmi til (21). Ekki verður séð að reykvísk yfirvöld beittu
þessu ákvæði, þótt svo hljóti reyndar að hafa verið gert, einkum á fyrrihluta
þess tímabils, sem um er rætt. Heimildirkann hins vegarað skorta, því að slík
atvik voru ekki endilega færð til bókar. Út um allt land var hjónaleysum stíað
í sundur, og fannst þó mörgum nóg frjálsræðið: „Var allt gefið í hjónaband og
vildi búa, sumir við 2 eða 3 kúgildi eða á 4 eða 5 jarðarhundruðum, en margt,
er það fékk ei, hafði 20 eða 30 eða 40 fjár og nokkur hross eða börn í eftirdragi
ogíþyngdumeðþvíbændum,efívistskyldiganga . . .“segiríSögufráSkag-
firðingum.9 Sveitarskuld var gefin eftir þegar það hentaði, t.d. ef ekkjur með
ómegð vildu gefast út úr hreppnum. Hið gagnstæða tíðkaðist þegar karlar
vildu kvænast konum úr öðrum hreppum. Sumir hreppstjórar voru ræmdir
fyrir framgöngu sína í þessum málum og létu rifta lýsingum presta, ef því var
að skipta.
Fjöldi niðursetninga og þurfamanna í Reykjavík var misjafn frá ári til árs.
í kjölfar Skaftárelda var framfærslan mjög mikil um land allt, og Reykjavík
hlaut sinn skerf af henni. Styrkþegum fækkaði hins vegar til 1802 og sýnir það
hversu fljótt menn rétti við (26-30). Óáran og Napóleonsstyrjaldir leiddu
síðan til fólksfækkunar og aukinnar niðursetu í framfærsluumdæminu (34), og
á öðrum fjórðungi 19. aldarinnar fjölgaði þurfandi fólki enn í Reykjavík.
Hlutfall þess af íbúunum hækkaði þó ekki vegna þess að fólk fluttist í auknum
mæli til Reykjavfkur. Árið 1840 voru niðursetningar 39 eða 3.1% íbúanna
(49-50). Hið sama var uppi á teningnum næstu áratugi. Niðursetningum
fjölgaði tölulega, en hlutfall þeirra af bæjarbúum var 2-3% (102). Áratuginn
1860-1870 fjölgaði ómögum alls staðar á landinu vegna harðinda, niður-
skurðar fjár vegna kláðans og fólksfjölgunar yfirleitt. Reykvíkingar sluppu
þó betur en aðrir landsmenn „vafalaust að nokkru leyti af því, að afkomu-
möguleikar voru fjölbreyttari í Reykjavík en í hinum dreifbýlu landbúnaðar-
héruðum, auk þess sem fólki . . . var bægt frá“ (105). Fram yfir aldamótin
fjölgaði enn niðursetningum þótt hlutfall þeirra af íbúum lækkaði (138-139)-
Gísli telur að skýringanna sé einkum að leita í betri afkomu reykvískra tómt-
8 Sveitarsjóðsreikningur Seyluhrepps 1894. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
9 III, bls. 25. Rvík 1978.