Saga - 1983, Síða 319
RITFREGNIR
317
húsmanna og lausamanna þegar nálgaðist aldamótin. „Vafalaust hefur þil-
skipaútgerðin átt hér einna stærstan hlut að máli“ (138). Heldur linaðist eftirlit
með því hverjir settust að, en útvegur og þjónusta voru betur í stakk búin að
tryggja viðurværi fólksins þegar ný öld gekk í garð (178).
Ég hygg, að út um land hafi málum verið háttað líkan veg. Niðursetningar
urðu flestir um 1870 en fór úr því fækkandi ef á heildina er litið. Þó ber að hafa
í huga, að áföll fjölguðu þurfandi fólki einstök ár, svo sem eldsumbrotin í
Öskju 1875, harðindi á 9. áratugnum, landskjálftarnir á Suðurlandi 1896
o.s.frv (132-133). Vesturheimsferðir höfðu áhrif til fækkunar þurfafólks. Það
fluttist búferlum til Ameríku, og jarðnæði losnaði handa þeim sem eftir sátu
(133). Við þetta má bæta, að líklega hafa talsvert mörg kotbýli fallið í eyði, en
þeir sem þar hokruðu höfðu einmitt oft leitað á náðir yfirvalda. Ekki er Ijóst
hve stór hluti vesturfara var úr hópi þurfamanna, en víst er að margar sveitar-
stjórnir kostuðu kapps að senda fjölskyldur til Vesturheims þótt það væri
dýrt. Norður í Hjaltadal í Skagafirði var blindur þurfamaður með nokkur
börn á sínu framfæri. Árið 1882 var hann að eigin ósk sendur vestur um haf
með flestum börnum sínum á kostnað hreppsins, er alls nam kr. 1058.00.
Tekjur sveitarsjóðs þetta ár voru 1834.45 kr., og útgjöld vegna búferlaflutn-
•nganna voru 22 kr. á gjaldanda, eða andvirði tæplega tveggja sauða til
útflutnings.10 Fjöldi þurfamanna var mjög breytilegur milli ára en um þá gildir
hið sama og niðursetninga. Flestir urðu þeir um 1870, en fækkaði eftir það.
Kostnaður við framfærslu var aðaláhyggjuefni allra sveitarstjórna á land-
inu. Að jafnaði rann meira fé til ómaga en þurfabænda, og leiðir það af fram-
kvæmdinni; þurfabændur fengu styrk til viðbótar aflafé. Framan afvarkostn-
aður lítill við forsorgunina í Reykjavík, en hækkaði þegar frá leið (32). 1822-
1847 hækkuðu útgjöld, en lækkuðu á hvern gjaldanda vegna fólksfjölgunar í
bænum (47-50). 1848-1873 runnu að meðaltali 39.7% af áætluðum útgjöldum
bæjarins til framfærslunnar, mest árið 1857 49%, minnst árið 1868 28.9%
(107-110). Líklega segja þessar tölu gleggst hvert vandamál fátækrastjórn var
1 augum yfirvalda. Kostnaðurinn var síðan hlutfallslega hærri í Reykjavík en
annars staðar á landinu; hver styrkþegi fékk meira í sinn hlut. Annars var
útgjaldabyrðinni ákaflega misskipt (sbr. töflu bls. 141), og það er verðugt
rannsóknarefni hvort hún hefur átt einhvern þátt í tíðum innanlandsflutn-
'ngum alla síðustu öld. Þessi mikli kostnaður varð óbærilegur þegar kröfur
voru gerðar til sveitarstjórna um framkvæmdir á ýmsum sviðum (161). Um
aldamótin bar sífellt meira á hugmyndum til umbóta sem leystu sveitarfélögin
nndan þessari byrði. Þau sjónarmið voru borin fram til sigurs á næstu ára-
tugum (107,179-180).
Frænda- eða einkaframfærsla var og er snar þáttur samhjálpar. Erfitt er að
uieta hversu gildur hann var, vegna þess að hans er ekki getið sérstaklega í
'0 Skag. II, 34; Bréf/sýsluskjöl 1883. Reikningarsveitarsjóða 1882-1883. Pjóðskjalasafn.