Saga - 1983, Qupperneq 320
318
RITFREGNIR
skýrslum. í>ó er dagljóst að þessi tilhögun var mjög algeng. Þeir annmarkar
voru á frændaframfærslunni að framboð hennar var í öfugu hlutfalli við eftir-
spurn; menn voru sízt aflögufærir þegar hart var í ári. Þessi skylda var leyst af
hendi með því að taka til forsorgunar nákominn ættingja. Stærstur hluti þess-
arar framfærslu var gagnkvæm umönnun foreldra og barna, en einnig tóku
margir til uppeldis fjarskyldari ættingja. Yfirleitt voru það börn, sem fram-
færð voru með þessum hætti, munaðarleysingjar eða óvinnufær börn fátækl-
inga. Þetta fóstur var oftast tímabundið, en þess eru þó mörg dæmi, að börn
hafi alizt upp með lítt skyldum eða vandalausum og gengið til arfs eftir þá.
Gísli getur þess, að í manntali 1801 hafi 25 manns notið framfærslu einstakl-
inga, flestra skyldra eða tengdra, nokkru fleiri en niðursetningar (33). Onnur
hlið einkaframfærslunnar var að greiða til þess sveitarfélags, sem hélt ættingja
á kostnað sveitarsjóðs. Munu sveitarstjórnir hafa gengið nokkuð eftir fé fra
skyldmennum þegar vel áraði, t.d. gert bændum skylt að halda eftir af kaupi
hjúa o.s.frv. En á þessu skortir rannsóknir eins og flestum öðrum sviðum
félagssögu.
Hér hefur einkum verið rakið það efni, sem bera má saman við aðstæður i
sveitum, og er þó ekki allt tínt til. Gísli greinir skilmerkilega frá ýmsum sér-
reykvískum málum, svo sem deilum fátækranefndar við Magnús Stephensen
(61-65), hugmynd um fátækrahús í Reykjavík, eins konar vinnuhæli (65-68),
garðrækt fátækum til styrktar, aldamótagarðinum svonefnda (156-159), o.fl-
Allt eru þetta forvitnileg mál í sjálfum sér, þótt hér verði ekki um þau fjallað.
Ekki er ástæða til að tíunda prentvillur, að tveimur undanskildum. Á bls.
42 segir að Almenna verzlunarfélagið hafi tekið við Innréttingum Skúla
Magnússonar og íslandsverzlun árið 1863, en á vitaskuld að vera 1763; félagið
tók raunar ekki við verzluninni fyrr en við áramót 1763/1764. Á bls. 101
stendur, að fátækranefnd Reykjavíkur hafi komið saman 6. ágúst 1747, en a
að vera 1847, svo sem ráða má af samhenginu.
í nafnaskrá er Skálahnútur í Skagafirði og tekinn beint upp úr heimild-
Álitamál er, hvort ekki eigi að hafa þar Skálahnjúk, eins og bærinn heitir með
réttu, þótt embættismaður hafi afbakað það í æviferilsskýrslu.
í bók Gísla eru birtar fjölmargar heimildir frá hendi þurfamanna og fátækra-
stjórnar. Þau plögg eru afar lýsandi og lífga frásögnina. Það orkar alltaf tvi-
mælis, hversu mikið skal láta heimildir „tala“, en hér er vel á málum haldið og
sízt prentað of mikið af bréfum og öðrum gerningum.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson á þakkir skildar fyrir rannsóknir sínar á fátækra-
málum Reykjavíkur og störfum milliþinganefndarinnar í fátækramáluffl
1902-1905." Saga er sem sé ekki einungis verzlun og pólitík.
Sölvi Sveinsson■
11 Saga 1978, bls. 75-150.