Saga - 1983, Qupperneq 322
320
RITFREGNIR
Akureyri, þótt frumskýrslur vanti og blaðaummæli geri þennan útflutning,
a.m.k. seinna árið „býsna grunsamlegan“ (bls. 71 nm.). Röksemd Svein-
bjarnar er sú (bls. 15) að markaðir hafi verið haldnir í grennd við Akureyri
þessi ár, en ég er sannfærður um að a.m.k. 1885 var það aðeins tilraun til
markaðshalds sem skilaði ekki svo mörgum sauðum - vegna samkeppni frá
Kaupfélagi Þingeyinga sem tók sauði af Eyfirðingum þetta ár - að af útflutn-
ingi yrði, hvað þá þeim 12 500 stykkjum sem verslunarskýrslur telja.
Þriðja hættan, að tiltækar tölur séu ónákvæmar, er augljós, m.a. af því hve
oft talið er í hálfum og heilum hundruðum, jafnvel þúsundum. En óháðar
heimildir um sömu sauðina eru yfirleitt nálægt því samsaga, og virðist engin
hætta á að ónákvæmni talnanna skerði verulega notagildi þeirra.
Sveinbjörn setur verð á alla sauðina, en þar eru heimildirnar, þegar undan
eru skildir kaupfélagssauðir, miklu gloppóttari og ónákvæmari en um
fjöldann. Þó eru tölur Sveinbjarnar um útflutningsverðmæti sauðanna miklu
trúverðugri en áætlun verslunarskýrslnanna.
Skipt var um aðferð við samningu verslunarskýrslna 1895, og það er
ánægjulegt að sjá, að það ár hafa aðrar heimildir Sveinbjarnar litlu við skýrsl-
urnar að bæta og engu 1896; maður vonar þá að það sé ekki aðeins um sauða-
sölu heldur alla verslun, að verslunarskýrslurnar eru nákvæmari eftir breyt-
inguna.
Meginmál ritgerðarinnar er stutt, innan við 50 síður (að frátöldum nokkr-
um ágætum töflum og línuritum), en samanþjappað og reist á heimilda-
könnun sem er í rauninni allt of víðtæk fyrir BA-ritgerð. Blöðin verða Svein-
birni notadrjúg, ekki aðeins um tölur heldur hvers kyns upplýsingar um
sauðasöluna og viðhorf manna til hennar. Til annarra prentaðra samtíma-
heimilda er svo mikið vitnað, að í þeim hlýtur líka að hafa verið gerð býsna
rækileg leit. Af seinni tíma ritum og rannsóknum er líka furðu margt notað.
Svo vill til, að ég hafði, áður en ég sá fyrst ritgerð Sveinbjarnar í handriti,
safnað allmiklum upplýsingum um sauðasöluna, sumpart úr sömu heimildum
og hann, en einnig úr einkabréfum og öðru óprentuðu efni sem varðar
kaupfélögin (en af því notar hann aðeins eina ritgerð um Verslunarfélag Dala-
sýslu, heldur sig annars við prentheimildir, eins og rétt er að gera í svona víð-
tækri rannsókn). Úr blöðunum hafði ég nánast ekki neitt sem máli skipti og
Sveinbjörn hafði ekki notað; ekki heldur úrprentuðum sögum kaupfélaga; og
þær heimildir sem ég hafði umfram reyndust koma merkilega vel heim við
ályktanir Sveinbjarnar.
Enn er þess að geta, að Sveinbjörn hefur kynnt sér enskar og danskar hag-
skýrslur (nægilega til að hafna þeim sem nothæfum heimildum um sauða-
söluna frá fslandi), og einnig aflað sér upplýsinga um breska búnaðarsögu sem
skýra margt um sauðasölu íslendinga.
í heild er heimildagrundvöllurinn sem sagt hinn ákjósanlegasti og rakningm
á sögu sauðasölunnar eftir því trúverðug.