Saga - 1983, Page 324
322
RITFREGNIR
Jakob Hálfdanarson: SJÁLFSÆVISAGA. BERNSKUÁR
KAUPFÉLAGS ÞINGEYINGA. Rv., ísafoldarprentsmiðja,
1982. 231 bls., myndir, kort.
Ég kýs að skrá bók Jakobs Hálfdanarsonar eins og að ofan greinir án þess
að vita hvort það telst bókfræðilega rétt. Útgefendur hafa nefnilega sett á tit-
ilblaðið yfirtitilinn Úr fórum Jakobs Hálfdanarsonar í stað höfundarnafns,
það er bara leturstærðin sem veldur að ég tek það ekki sem titil bókarinnar.
En vera kynni að einhver annar sem vísaði til þessarar bókar gerði það, að þá
væri hún farin að ganga undir tveimur ólíkum nöfnum og viðbúið að einhver
færi að tefja sig á að leita að tveim bókum eftir Jakob.
Annars er tæknilegur frágangur bókarinnar í góðu lagi, útlit laglegt, prent-
villur fáar, myndir skemmtilegar. Mun einkum mega þakka það Einari Lax-
ness sagnfræðingi sem vann framan af að útgáfunni með Pétri Sumarliðasyni
kennara og tók svo við henni þegar Pétur féll frá í september 1981. Fleiri hafa
þó lagt fram góðan skerf. Jakob Hálfdanarson tæknifræðingur hefur sett upp
niðjatal langafa síns á frábærlega skýran hátt og búið til bráðsnoturt kort yfir
söguslóðir. Kannski ættu bókagerðarmenn að temja sér að fara í smiðju til
tæknifræðinga? Kápumynd Petrínu K. Jakobsson finnst mér ekki jafnast á við
svartkrítarmyndir hennar af Grímsstöðum og Brettingsstöðum. Og ummælin
um kápumyndina á kápubaki hljóta að vera reist á einhverjum misskilningi.
í bókinni eru prentaðar fjórar ritgerðir Jakobs. Fyrst er þar að telja ævisögu,
ágrip, sem hér er gefið út með heldur stirðum titli höfundar: Dálítil frásaga,
eigi merkileg, ogþó í vissum greinum einkennileg? ritað á árunum 1901-08.
Þá er stutt ágrip af sögu Kaupfélags Þingeyinga 1881-91, ritað að mestu leyti
á undan ævisögunni eða á árunum 1891-1902. Síðan kemur greinin Eitt orð
um viðskipti, sem birtist í Ófeigi, handskrifuðu blaði Kaupfélagsins, á árinu
1892. Loks er grein sem heitir Fáir drættir úr djúpi, skrifuð árið 1912 og birt í
Tímariti kaupfélaga og samvinnufélaga sama ár. Þar rekur Jakob aðdragand-
ann að stofnun Kaupfélagsins og sjálfa stofnunina fram yfir fundinn 20.
febrúar 1882 miklu nánar en í söguágripi félagsins áður. Þetta er eina ritgerðin
í bókinni sem hefur birst á prenti fyrr.
Hins vegar er hér ekki birt frásögn sem Jakob ritaði í framhaldi af Fáum
dráttum úr djúpi á árunum 1914-15 og kallaði Mola. Þar segir hann frá vinnu
sinni fyrir Kaupfélag Þingeyinga á árunum 1882 og 1883 miklu nánar en í eldri
ritum sínum. Molar eru til í gögnum Jakobs í Landsbókasafni í uppskrift Jóns
Ármanns sonar hans og fylla þar um 80 bls. í tveim stílabókum. Samsvarandi
kafli í eldri Kaupfélagssögu Jakobs tekur um 15 bls. prentaðar (bls. 112-27).
Mér virðist láta nærri að tvær handskrifaðar síður Jóns Ármanns fylli eina
prentsíðu, þannig að Molar væru um 40 bls. prentaðar. Líklega eru ekki mörg
efnisatriði í Molum sem Jakob hefur ekki drepið á í eldri ritunum, en frá-