Saga - 1983, Page 326
324
RITFREGNIR
Þess ætti ég þó ekki síður að minnast sem dálítilla nota af veru minni
með Sæmundi, að hann vann okkur pilta til að tala nokkuð dönsku,
sem ég hafði aldrei fengið tækifæri áður til að reyna. Uppfrá því hefi
ég aldrei hikað við að reyna að gjöra mig Dönum skiljanlegan, þegat
þörf hefur verið, og jafnan tekist, þó mikill brestur væri á góðu máli.
Hér er líka sitt af hverju um búskap og ábúðarrétt, séð frá sjónarhóli leigu-
liða. Samt ber sagan öll þess merki að félagsstörf og stórframkvæmdir hafi átt
hug höfundar fremur en daglegt búskaparsýsl.
Þegar Jakob byrjaði á Kaupfélagssögunni árið 1891 lék hann sér að þeirri
hugmynd að hún ætti eftir að komast í hendur síðari kynslóða (85):
og ef blöðin kynnu að eldast og bíða mikilla breytinga tímans, þá [vil
ég ] að lysthafendur geti séð: „hvernig þessi (nefnil. ég) framsetti
hugsun sína og færði hana á blað í samanburði við meðal bóndamann
vorra1 tíma“. [Neðanmáls: 1 Til dæmis 1991.]
Ekki verður annað sagt en að Jakob fari vel út úr því að bjóða nútíma-
mönnum þennan mannjöfnuð. Hann kann ágætavel að segja sögu og skrifar
viðfelldinn stíl, svolítið hátíðlegan og upphafinn en um leið fullan af nettri
gamansemi. Líklega gengur honum best að segja frá því sem hann er svolítið
stoltur yfir. Að minnsta kosti finnst mér honum daprast flugið í Kaupfélags-
sögunni um 1885, þegar kemur að ósigrum og vonbrigðum, bæði fyrir félagið
og Jakob sjálfan (133 og áfr.). f síðustu ritgerðinni fer það líka að koma fyrir
Jakob að fletja sögu sína út með mærð og meiningarlitlu hóli um menn sem
hann átti fá góð orð til um áður (211): „Einum rómi var til formanns kjörinn
dbrm. Jón Sigurðsson á Gautlöndum, og lít ég svo á, - sem fleiri gjöra, - að
K.Þ. hafi með því vígst þeirri hamingju, er aldrei hafi yfirgefið það og ég
vona, að ekki gjöri það lengi enn.“ Svona hefði Jakob ekki tekið til orða um
Jón á Gautlöndum meðan hann var yngri.
í greininni Eitt orð um viðskipti sýnir Jakob að hann getur skrifað um hag-
fræði með býsna fræðilegu yfirbragði, eins og fleiri Þingeyingar tömdu sér um
daga hans (sjá t.d. skilgreiningu á verslun og verslunararði á bls. 171 og
172). Og réttlæting Jakobs á því að selja sumar vörur í verslunum finnst mér
beinlínis bráðsnjöll. Hann hefur áður komið að því að kaupfélagsmenn höfðu
sumir gert því skóna að það mætti verða sér úti um allar útlendar vörur með
pöntun, og jafnframt höfðu þeir talið að kaupfélagsskapurinn færði almenn-
ingi lýðræði og frelsi. Á það leikur Jakob þegar hann segir (183):
mér hafa einatt fundist einstaklingarnir missa dálítið frelsi sitt við það
að senda pöntun, eða láta aðra panta fyrir sig þá hluti, sem venjulega
eru valdir eftir smekkvísi njótandans, því að ég álít, að allar þær teg-