Saga - 1983, Side 327
RITFREGNIR
325
undir, sem fegurðarvitið reynir sig á að útbúa með tilbreytilegum
litum og lögun, þurfi að koma til kaupskapar á þeim stað, sem hver,
er eignast vill, getur valið sjálfur. Miguggir, að meðpöntunarreglunni
séu það einkum þeir af fólkinu, sem minni ráð hafa, svo sem kvenfólk
og unglingar, sem eigi fá að njóta í þessu kosningarréttar síns . . .
Að jafnaði virðist mér frásögn Jakobs furðu traust. Auðvitað eru þó smá-
villur í henni, atburðir einkum rangt ársettir (t.d. stofnár Kaupfélags Sval-
barðsstrandar á bls. 140). Það hlýtur líka að vera rangt ályktað að Snorri
Oddsson í Geitafelli hafi skrifað undir skuldbindingu að versla eingöngu við
Húsavíkurverslun áður en Kaupfélagið var stofnað (136). Annað er umdeil-
anlegra en ekkert sem ég hef tekið eftir svo mikilvægt að ómaksins sé vert að
eltast við það hér. Jakob hefur sýnilega víða notað skrifuð gögn til að minna
sig á, og hann virðist einkar heiðarlegur heimildarmaður. Sjaldan verður
hann staðinn að því að gera sinn hlut meiri en efni standa til, þótt hann lýsi
atburðum frá sínu sjónarhorni eins og aðrir.
Að vísu má telja það villu í yngstu ritgerð Jakobs í bókinni þegar hann segir
að það hafi verið „lýðveldismyndunin í viðskiptalífinu“ sem hann hafi sóst
eftir með að koma Kaupfélaginu á fót (206). Eitt orð um viðskipti afsannar
nánast þessa staðhæfingu. Þar segir m.a. (188): „Ég skoða . . . kaupfélags-
skapinn runninn af, hvíla á, og samtengdan af hagsmunavon einstaklinganna
við fullnægjuleit viðskiptaþarfar sinnar . . . “ Og út í gegnum þá grein birtist
Jakob sem einstaklings- og markaðshyggjumaður fremur en málsvari félags-
hyggju. Lítum til dæmis á þetta (175-76):
Þeir, sem . . . eigi vilja nefna samkeppni í sambandi við kaupfélags-
skap, finnst mér vera búnir að lifa sig inn í einhvern englaheim, þar
sem allir eru orðnir svo góðir og vitrir sem þeir eiga að vera, og enginn
hyggur lengur að sínu gagni meir en annarra. Ég sé nú ekki þennan
englaheim nær eða fjær á þessari jörðu. Ég hefi þar á móti þá trú, að
allar þær tilhneigingar, sem vekja og viðhalda samkeppni meðal
manna vari um aldur og ævi - og að hún verði því ætíð það miðflótta-
afl, er skapi verðlagið á flestum hlutum, sem kaupast og seljast á
hverjum stað, eftir því sem hlutföll eru milli eftirsóknar og framboðs.
Þetta er Jakob eins og hann var upp á sitt besta. í ellinni er hins vegar eins
og hann hafi verið byrjaður að færa yfir á sig þá sjálfsmynd sem samvinnu-
hreyfingin hafði þá kosið sér. Á þann veg er þetta ritgerðasafn í heild brot úr
ævisögu Jakobs, og þeirri sögu er vissulega vert að kynnast.
Gunnar Karlsson.