Saga - 1983, Qupperneq 328
326
RITFREGNIR
Andrés Kristjánsson: ALDARSAGA KAUPFÉLAGS
ÞINGEYINGA 1882-20. febrúar- 1982 Húsavík. (Kaupfé-
lag Þingeyinga) 1982.
Kaupfélag Þingeyinga minntist aldarafmælis síns - og þar með samvinnu-
hreyfingarinnar á íslandi - með því að gefa út aldarsögu sína, hið veglegasta
ri*, nærri 500 síður og mjög myndskreytt, samið af Andrési Kristjánssyni.
Andrés er annálaður íþróttamaður á mál og stíl, og það vantar ekki hér, að
hið besta er sagan sögð. Það vita kannski færri að Andrés er líka reyndur
skrásetjari samvinnusögu, hefur unnið þvílík verkefni bæði fyrir Sambandið
og fleiri. En Aldarsaga K.Þ. er mesta verk hans á því sviði og á mestum undir-
búningi reist, og að mínu mati hiklaust hið besta.
Heillar aldar starf héraðskaupfélags, sem var vaxtarbroddur samvinnu-
hreyfingarinnar á íslandi um fjórðung til þriðjung aldar og starf þess ætíð
síðan eitthvert hið fjölþættasta og umsvifamesta í kaupfélagsskapnum, það er
mikið söguefni, svo mikið að jafnvel f væna bók verður þröngt inngöngu og
mörgu óhjákvæmilega sleppt eða einungis stiklað á. Lausn Andrésar er sú að
dvelja við hið eldra og stikla á því yngra. Ég get vel trúað að sagnalist hans
njóti sín með því móti betur en ella. Gallinn er hins vegar sá, að bókin verður
þá langmest um það sem mest hefur verið ritað um áður, en út undan verður
það efni sem bæði stendur okkur næst í tímanum og erfiðast er að fræðast um
af öðrum ritum.
Efnisröðin cr í stórum dráttum sú, að forsaga kaupfélagsins fær um 45
síður, sjálf stofnun þess 40; aðrar 85 síður rekja nokkra höfuðviðburði sögu
þess á 19. öld, og þó aðallega fyrstu 5-6 starfsárin. Síðan er meirihluta bókar-
innar, um 300 síðum, skipt í kafla eftir efnissviðum, um skipulagssögu, hús-
eignir, verslunarþjónustu og annað slíkt; en í mörgum þessara kafla er
áherslan líka mest á því eldra, jafnvel á fyrstu starfsárunum. Þessi efnisskipan
leiðir ekki til neitt óhóflegra endurtekninga og er líklega, að efnishlutföll-
unum gefnum, nokkuð farsæl, nema mérfinnst helst til mikið af starfssögunni
sett í húseignakaflann.
Áður var saga Kaupfélags Þingeyinga rakin í bók af Jóni Gauta Péturssyni
allt til 1942. Bók Andrésar er frumsmíð um síðustu fjóra áratugina og þar
greinilega reist mjög á munnlegum heimildum og margt fróðlegt fram dregið,
eftir því sem hinn mjög þröngi stakkur leyfir. Nokkuð þykir mér hallast á,
hvað hagsaga félagsins situr á þessu tímabili á hakanum fyrir menningarsögu
þess, sem svo mætti nefna, þ.e. frásögnum af samkomuhaldi og hátíðafund-
um, verðlaunasjóðum og minnisvörðum, bókasafnsmálum og öðru slíku. En
þetta liggur kannski í eðli bókarinnar sem hátíðarits. Við þá hagsögu, sem a
annað borð er sögð, hef ég ekkert að athuga, nema hvað það er vonlaust verk