Saga - 1983, Side 329
RITFREGNIR
327
að reyna að lýsa staðgreiðslu- og lánsviðskiptum kaupfélags (bls. 427-28) án
þess að nefna rekstrarlán til landbúnaðarins.
Frá 1890 til 1942 er frásögn Jóns Gauta með stuttaralegu skýrslusniði. And-
rés fylgir henni mikið, að sjálfsögðu, en ritar þó um flesta hluti lengra mál og
eykur við efni úr frumheimildum. Bætir t.a.m. miklu við um ágreining þann
er hvað eftir annað reis um skipulag félagsins og starfshætti. Lýsir líka betur
en annars staðar er völ á skuldakröggum K.í>. eftir afurðaverðsáföllin 1920/21
og 30/32, og viðreisn á fjórða áratugnum. Mesta frumrannsókn Andrésar á
sögu þessa tímabils mun þó vera um störf og þróun félagsdeildanna (bls. 252-
265).
Um eitt atriði, samábyrgð félagsmanna, er ég vitund ósammála Andrési,
bæði í sambandi við skuldakröggurnar og deildasöguna og raunar viss atriði
líka úr sögunni fyrir 1890. Mér finnst hann gegnumgangandi gera helst til
mikið úr samábyrgðinni og ekki lýsa glöggt, hve seint gekk að koma henni
almennilega á, né hve snemma hún fór að bregðast tilætluðu hlutverki sínu.
En þetta er álitamál, og óvíst hvort lesendur Sögu féllust á mína túlkun þótt
þeim rökum væri studd sem ekki rúmast í ritdómi.
Þá er elsta tímabilið, forsagan og fyrstu 7-9 starfsár Kaupfélags Þingeyinga.
Hér er frásögn Jóns Gauta miklu rækilegri en um hið yngra, og síðan hafa Þor-
steinn Thorarensen og Gunnar Karlsson tekið sömu sögu til endurskoðunar í
löngum bókarköflum, auk þess sem að vissum efnisþáttum er vikið í ævi-
sögum og tímaritsgreinum, og margar bækur til um verslunarsögu áratuganna
fyrir stofnun félagsins. Þetta er satt að segja eitt af best rannsökuðu sviðum
Islandssögunnar, og hefði Andrés fullsæmdur mátt afgreiða það með stuttri
endursögn, ef honum hefði leikið hugur á að spara kraftana til glímunnar við
yngri efnin. Hann velur hinn kostinn, að fjalla um þetta efni í tvöfalt til þrefalt
lengra máli en fyrrnefndir höfundar, fara í frumheimildirnar að verulegu leyti
upp á nýtt, og þar að auki finnur hann mikilvægar heimildir sem ekki hafa fyrr
verið nýttar, vísast vegna þess hve óaðgengilegt skjalasafn K.Þ. var þar til Páll
H. Jónsson hafði raðað því.
Langverulegasta leiðrétting Andrésar á viðteknum fræðum varðar við-
skilnað K. Þ. við umboðsmann sinn, Lauritzen, 1886, skuldaskil við hann og
upphaf viðskipta við Zöllner sem síðan var lykilpersóna í kaupfélagsskapnum
um áratuga skeið. (Sjá bls. 137-154.) Hérreynast heimildirfyrri höfunda hafa
verið einkennilega villandi, en ómöguiegt annað en fallast á söguna eins og
Andrés segir hana.
Annars rúmast það ekki í frásagnarmáta Andrésar, sem hann gætir vand-
lega að taki ekki svip kaldhamraðrar fræðimennsku, að rökræða til neinnar
hlítar niðurstöður fyrri höfunda, ágreining þeirra sín á milli eða Andrésar við
þá. Það er t.d. ekkert mikið gert úr því í fyrrnefndri frásögn hans af skulda-
skilunum 1886 að hann sé að leiðrétta viðtekna skoðun. Og svo finnst mér
hógværðin keyra um þverbak, þegar hann tekur fyrirvaralaust undir ummæli