Saga - 1983, Blaðsíða 330
328
RITFREGNIR
og ályktanir, t.d. um greiðslu Zöllners á hluta skuldar (bls. 157) og „dreng-
skaparbragð og tiltrú“ af hans hálfu (bls. 155), sem hafa ekki einungis verið
dregin í efa (Gunnar Karlsson og sérstaklega Þorsteinn Thorarensen), heldur
byggjast á þeirri atburðarás sem Andrés var nokkrum blaðsíðum áður sjálfur
að afsanna.
Annað atriði frá þessu tímabili, sem Andrés rannsakar betur en ég hef áður
séð, er upphaf Kaupfélags Eyfirðinga innan vébanda Kaupfélags Þingeyinga.
Hið þriðja er hlutabréfin í Kaupfélagi Þingeyinga og eðli þeirra; þar held ég
þó að Andrés geri of lítið úr þeirri hlið málsins, að hús félagsins og áhöld hafi
eftir upphaflegu skipulagi verið séreign hlutafjáreigenda sem slíkra, eins og
kom glöggt fram á Vopnafirði þegar túlkun á sams konar skipulagi varð að
réttarþrætu við félagsslit.
Svona mikla bók og efnisríka um víðtækt sögusvið, hana skrifar maður ekki
án þess að verða á einhver mistök um einstakar staðreyndir eða tengingar
þeirra. Einhver dæmi slíks eru fljótfundin hjá Andrési, en ekki,svo aðégsjái,
neitt blöskranlega mörg eða stórvægileg. Þó er það auðvitað mjög undir
hælinn lagt, hvað af slíku ég kann að dæma um og hvað ekki, og þjónar þá
litlum tilgangi að romsa upp holt og bolt alla smámuni sem ég tel mig geta leið-
rétt. Þess í stað ætla ég að taka tvær eins konar stikkprufur.
í fyrra lagi: hvaða efnisatriði hjá Andrési er unnt að leiðrétta með hjálp
Sauðasölunnar Sveinbjarnar Blöndals (sem ég þarf ekki að taka fram að ég er
nýbúinn að þaullesa)?
Bls. 53 (undir mynd): Coghill var ekki við sauðakaup á íslandi „um og fyrir
1880“, heldur allt fram á 10. áratuginn (Sveinbj. bls. 29 og víðar).
Bls. 140 og 150: Nefndur Hiort Knudsen sem Sveinbjörn kallar (bls. 31) J.
Knudsen. Mun Hiort hafa verið félagi Knudsens sem því ritaði bréf í nafni
„Hiort, Knudsen & Co“.
Bls. 134: Kaupfélag Svalbarðseyrar sagt stofnað 1887 í stað 89 (Svbj. bls.
46).
Bls. 384: „Thordale, fjárkaupmaður Slimons" á víst að vera Georg
Thordal, keppinautur Slimons (Svbj. bls. 32 og víðar).
Bls. 385: Vafasamt er (sbr. Svbj. bls. 54) að þakka Zöllner einum að Bretar
léttu af innflutningsbanni á íslenskum sauðum 1892.
Sama stað: Slátrun í sóttkví leiddi ekki af atburðunum 1892, heldur inn-
flutningsbanninu 1896 (Svbj. 53-56), sem var miklu afdrifaríkara, en Andrés
nefnir þó hvergi.
Bls: 396: Of lítið er gert úr beit íslenskra sauða á breska akra (Svbj. bls. 22,
54).
Seinni stikkprufan: hvar sér þess dæmi að samvinnusagan sé rakin með
ónógri hliðsjón af almennri sögu hvers tímabils?
Ég byrja á fullkomnu smáatriði: það er óþarft að giska á (bls. 152) eftir