Saga - 1983, Page 331
RITFREGNIR
329
hverju Jón á Gautlöndum sé að bíða með umsókn um bankalán 1886, því að
þá var aukaþing háð og hann notaði þingtímann til að semja um lánið.
Það að telja til meirihlutans atkvæði þeirra er hjá sitja; og eins það að lánar-
drottinn gefi þriðja aðiia ávísun á skuldunaut sinn að honum fomspurðum; það
var hvort tveggja algengari aðferð og sjálfsagðari en Andrés virðist ætla (bls.
216-17; 155 og víðar).
Loks er á nokkrum stöðum ekki nógsamlega gætt að áhrifum verðlagsþró-
unar. Það er t.d. (bls. 370-74) ögn gallað að segja frá innistæðum og sjóð-
eignum sem bundnar voru til 10-15 ára 1937, en afskrifað þá og svo endur-
greiddar með afborgunum eftir 1942, og geta ekki um verðrýrnun þessa fjár í
miliitíðinni. Hlálegt líka (bls. 359) að taka upp með velþóknun varnaðarorð
frá 1942, á því reist að þáverandi dýrtíð hlyti að enda í sams konar hruni og
dýrtíðin 1919. Missagt líka (bls. 362) að rekja batnandi afurðaverð 1924 til
gengishækkunar, heldur leiddi það til gengishækkunar árið eftir, sem kaupfé-
lögin töldu aldeilis enga blessun fyrir viðskiptaárferðið. Hér má enn að því
finna, að dæmi sé valið (bls. 12) af breytingum á fiskverði í peningum nálægt
aldamótunum 1800, því að verðgildi peninga var þá einmitt svo frábærlega
óstöðugt.
Þetta eru nú dæmi um þess háttar mistök sem okkur verða á, meira og
minna, jafnvel þegar við reynum að setja okkur í há-fræðilegu stellingarnar,
sem Andrés einmitt forðast, heldur velur alþýðlega framsetningu, þar sem
heimildatilvísanir eru lauslegar, og yfirleitt engar nema að orðréttum tilvitn-
unum, og reynt að fella röksemdafærslur inn í straum frásagnarinnar án þess
að mikið beri á því að við álitamál sé að glíma. Þetta er sá háttur sem best
hentar í yfirlitsriti um víðtækt efni; en vissulega hefur Andrés gert á vissum
efnum veigameiri rannsókn en fyllilega nýtur sín í þessum búningi.
Um búning bókarinnar hinn ytri er flest vel, og blasa þó við einstaka prent-
villur. Búningsbót er að myndunum, og þeim mun fremur að þeim er ekki
safnað á sér-arkir, heldur brotnar inn í textann. Mjög eru þær misjafnlega
prentaðar, og er það vorkunn um hinar eldri, þar sem kannski er ekki annars
kostur en taka eftir prenti, en nýlegar mannamyndir eru lakari en góðu hófi
gegnir. Litmyndir eru aðeins á kápu, ágætar.
Helgi Skúli Kjartansson.
Jón Þ. Þór: BRESKIR TOGARAR OG ÍSLANDSMIÐ
1889-1916. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1982,
237 bls.
í desembermánuði 1982 kom út rít Jóns Þ. Þórs um togveiðar Breta á
íslandsmiðum 1889-1916. Rit Jóns skiptist í sjö aðalkafla, sem hverum sig, að