Saga - 1983, Page 332
330
RITFREGNIR
þriðja kafla undanskildum, skiptast í fjölmarga undirkafla. Um upphaf
togveiða Breta hér við land hefur áður verið fjallað af nokkrum íslenskum
fræðimönnum og getur Jón þeirra verka sem helst skipta máli í þessu sam-
bandi í inngangi að riti sínu. Rit Jóns er hins vegar hið ítarlegasta sem til þessa
hefur birst á prenti um upphafsár breskra togveiða á íslandsmiðum og því hið
forvitnilegasta í alla staði.
í upphafi bókar sinnar leiðir Jón sannfærandi líkur að því að tilraunir Breta
til togveiða hér við land hafi hafist árið 1889, en ekki 1891, eins og áður var
talið. Hann víkur næst að landhelgismálum íslands á síðari hluta 19. aldar,
upphafi togveiða Breta í Faxaflóa og þá að fiskveiðideilu íslendinga og Breta
1896 og 1897, og samningi Dana og Breta um landhelgi íslands 1901. Þetta
efni er fyrirferðarmesti hluti bókarinnar (bls. 42-146). Um þennan þátt í sögu
breskra togveiða á íslandsmiðum hefur áður verið fjallað ítarlega, m.a. af
okkur Birni Þorsteinssyni, og bætir Jón litlu við þá heildarmynd fiskveiði-
deilunnar, sem dregin var upp í ritgerð minni í Sögu 1980. Jón fjallar þó að
sjálfsögðu ítarlegar um gang deilunnar og deiluefni en tilefni var til í tímarits-
grein og er umfjöllun hans um þetta efni í flesta staði hin skilmerkilegasta.
Einkum er athyglisverð umfjöllun hans um veiðislóðir togaramanna og ís-
lenskra sjómanna í Faxaflóa og hversu takmarkað gildi samningur Atkinsons,
yfirforingja skólaflotadeildar þeirrar sem Bretar sendu á íslandsmið 1896 (og
1897), og Magnúsar Stephensens, landshöfðingja, síðla sumars 1896 hafði í
þá átt að friða fiskimið landsmanna gegn yfirgangi togaramanna, vegna fiski-
gengdar og heppilegra togmiða. Þá eykur Jón einnig verulega við vitneskju
okkar um afstöðu Dana og landshöfðingja til fiskveiðideilunnar, þar sem
hann styðst við dönsk og íslensk skjöl, sem lítt eða ekki hafa verið notuð áður.
Sitthvað má þó finna að umfjöllun Jóns um fiskveiðideiluna 1896 og 1897.
í umfjöllun sinni um samning Atkinsons og Magnúsar Stephensens um friðun
innri hluta Faxaflóa 1896 segir Jón réttilega, að Magnús hafi gengið umboðs-
laus til þessa samkomulags. Síðan heldur hann áfram:
Umboðsleysi Magnúsar Stephensens var honum á vissan hátt styrkur.
Vegna þess gat hann á engan hátt bundið hendur dönsku stjórnar-
innar og engan veginn gert henni erfitt fyrir í væntanlegum samn-
ingum við Breta (56-57).
Nokkru síðar segir Jón hins vegar:
En Bretar vissu líka, að íslendingar voru ekki nema rétt miðlungi
ánægðir nteð stjórn Dana á íslandi. Þess vegna gerði Atkinson sam-
komulagið við Magnús Stephensen. Með því ráku Bretar fleyg á milli
Dana og íslendinga og styrktu um leið stöðu sína gagnvart dönsku