Saga - 1983, Page 333
RITFREGNIR
331
stjórninni í þeim samningaviðræðum, sem öllum var Ijóst, að hlytu að
hefjast fyrr en síðar.
Þegar litið er á málið frá þessari hlið, má Ijóst vera, að Magnús
Stephensen gerði dönsku stjórninni lítinn greiða með því að semja við
Atkinson (59-60).
Hér jaðrar við að Jón verði tvísaga og röksemdafærsla hans fær lítinn
stuðning af því er hann segir:
Staða Breta í málinu var nú sterkari en fyrr, og þar sem Atkinson gekk
til samkomulagsins á eigin ábyrð, var það á engan hátt bindandi fyrir
Breta, hvorki stjórnvöld né togaraskipstjórana (60).
Staða Breta var á engan hátt sterkari þótt Atkinson hefði gengið til samn-
ingsins á eigin ábyrgð. Það hafði Magnús Stephensen líka gert og samningur-
inn var því á engan hátt bindandi fyrir dönsk stjórnvöld, eins og Jón hafði áður
bent réttilega á, og gat á engan hátt bundið hendur þeirra í væntanlegum
samningum við Breta. Á hinn bóginn má e.t.v. færa að því rök að samningur-
inn hafi rekið fleyg á milli Dana og íslendinga, en ekkert bendir til að sá
fleygur hafi haft minnstu áhrif á stefnu dönsku stjórnarinnar í málinu. Stefna
Dana mótaðist, er hér var komið, af því að fá ákvæði Norðursjávarsamnings-
ins svonefnda viðurkennd hér við land og í því sambandi tóku Danir næsta
lítið mið af sérhagsmunum íslendinga á afmörkuðum, en mikilvægum, fiski-
miðum. Þeir litu málið í alþjóðlegu ljósi og kappkostuðu að fá fram sam-
komulag, reist á fjölþjóðlegum samningi um fiskveiðar í Norðursjó, sem segja
má að hafi á þessum tíma verið helsti vísir að alþjóðasamkomulagi um fisk-
veiðar og landhelgismörk. Jafnframt litu Danir til stöðu dönsku ríkisheildar-
innar á alþjóðavettvangi og samskipta ríkisins við Bretland, eins og nánar
verður að vikið hér á eftir.
Varðandi samning Atkinsons og landshöfðingja álítur Jón að yfirforinginn
hafi a.m.k. haft munnlegt samþykki yfirboðara sinna til að ganga til sam-
komulags við íslendinga. Engar skjallegar heimildir eru fyrir þessu og byggir
Jón röksemdafærslu sína m.a. á því að undirritaður hafi haldið því fram í Sögu
1980 að eitt af markmiðum flotaheimsóknarinnar 1896 hafi verið „að leita að
samkomulagsgrundvelli er leitt gæti til bráðabirgðasamkomulags.“ Jón fellst
á þetta, en þar með er ekki sagt að bresk stjórnvöld hafi ætlast til þess að Atk-
inson gengi sjálfur til slíkra samninga. Það er fullt eins líklegt að bresk stjórn-
völd hygðust sjálf ræða bráðabirgðasamkomulag við dönsku stjórnina, teldi
Atkinson líkur á að samningar gætu tekist um afmörkuð deiluefni. Ekkert
skal fullyrt um hvort álit Jóns um þetta efni er rétt eða rangt. Til þess þarf að
rannsaka skjöl bresku flotastjórnarinnar, en það hefur, mér vitanlega, ekki
verið gert. Hitt skiptir öllu máli að Atkinson gekk til samkomulagsins á eigin