Saga - 1983, Page 334
332
RITFREGNIR
ábyrgð eins og Jón bendir réttilega á, og bresk stjórnvöld voru ekki bundin
ákvæðum þess.
í umfjöllun sinni um stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um bann við
botnvörpuveiðum í landhelgi, sem lagt var fyrir alþingi 1897, ræðir Jón næsta
lítið um hótanir Atkinsons um flotavernd breskum togurum til handa til veiða
á fjörðum og flóum við ísland, yrðu lögin frá 1894 ekki milduð. Undirritaður
hefur fært að því rök í Sögu 1980 að þessar hótanir hafi verið settar fram af
Atkinson sjálfum án samráðs við yfirboðara sína og bresk stjórnvöld. Þessar
hótanir höfðu mikil áhrif á afstöðu þingsins til frumvarpsins, eins og þrásinnis
kom fram í umræðum um það á þingi. Hér er því um atriði að ræða, sem nauð-
synlegt hefði verið að fjalla nánar um.
Jafnfram hefði mátt geta nánar viðbragða íslenskra alþingismanna og rit-
stjóra við tilboði breskra stjórnvalda 1897 um skipti á heimild til veiða innan
landhelgi við suður- og austurströnd landsins og friðun Faxaflóa fyrir botn-
vörpuveiðum. Þessu tilboði var fagnað af ýmsum hér á landi, m.a. í ísafold 7.
ágúst 1897, þar sem það virtist þjóna skammtímahagsmunum íslendinga.
Danska stjórnin hafnaði því hins vegar á þeirri forsendu að ekki yrði undir
neinum kringumstæðum samið um veiðiheimildir innan þriggja mílna
landhelgismarka við Island. Þótt þau mið sem til umræðu voru hafi lítt eða
ekki verið nýtt af íslendingum vegna hafnleysis við suðausturströnd landsins,
má nærri geta hver áhrif það hefði haft á framtíðarstefnumörkun landhelgis-
mála íslands, ef slíkar undanþágur hefðu verið veittar.
Athyglisverðasti hluti þessa kafla bókarinnar er sá sem fjallar um viðræður
Breta og Dana um landhelgi íslands og Færeyja á árunum 1898-1901. Hér
fjallar Jón um efni sem lítt hefur verið rannsakað áður. Hann varpar skýru
ljósi á afstöðu samningsaðila til fiskveiðilögsögu almennt og sérstaklega til
frambúðarskipunar landhelgismála íslands og Færeyja. Jón sýnir glöggt fram
á að landhelgissamningurinn 1901 var þekktur hér á landi, gagnstætt því sem
oft hefur verið haldið fram, þótt hann hafi ekki verið birtur opinberlega hér-
lendis fyrr en 1903. Jón hafnar því að Bretar hafi beitt Dani efnahagsþving-
unum til að koma þessum samningi á („flesksamningurinn"), og er það vafa-
laust rétt. Hins vegar get ég ekki fallist á þá skoðun hans, að markaðshags-
munir Dana á Bretlandseyjum hafi engin áhrif haft á stefnu þeirra í þessu
máli. Danir fluttu út landbúnaðarafurðir fyrir 250 milljónir danskra króna um
aldamötin og fór mestur hluti útflutningsins á Bretlandsmarkað. Vafalaust
hafa Danir af þessum sökum kappkostað að halda góðu samkomulagi við
Breta, þar sem þessi útflutningur var dönsku ríkisheildinni meira virði í efna-
hagslegu tilliti en fiskveiðihagsmunir íslendinga. En fleira kom til. Danir
treystu sér ekki til að verja „þjóðréttarlandhelgi" við ísland, hvorki með
hervaldi né lögfræðilegum rökum. Auk þess urðu þeir að reiða sig á Breta sem
traustan samherja vegna stöðu sinnar á skákborði evrópskra milliríkjamála
(sjáSögu 1980 bls. 108-109).