Saga - 1983, Page 335
RITFREGNIR
333
í síðari hluta rits síns fjallar Jón Þ. Þór um sókn Breta á íslandsmið, veiðar-
færi þeirra og afla árin 1894-1916. Hann ræðir um landhelgisgæslu Dana hér
við land í sérstökum kafla og gerir grein fyrir viðskiptum togaramanna við
íslendinga. Þótt þessir kaflar séu allir hinir fróðlegustu, er það nokkur galli
hversu mikill hluti frásagnarinnar er bundinn við árin 1894—1901. Verulegur
hluti landhelgisgæslukaflans er bundinn þessum árum og sömu sögu er að
segja um kaflann um viðskipti togaramanna við íslendinga. Þar eru „trölla-
fisks“-viðskipti íslenskra sjómanna við togaramenn meginuppistaða umfjöll-
unarinnar, en þau viðskipti lögðust að mestu af eftir aldamótin. Öðru máli
gegnir um umfjöllun Jóns um sókn, afla, veiðarfæri og veiðisvæði togara-
manna hér við land. Það er raunar eini hluti bókarinnar sem til fullnustu tekur
til tímabilsins fram til 1916. Jón gerir góða grein fyrir helstu fiskimiðum Breta
hér við land á þessu tímabili, veiðarfærum þeirra og birtir töflur um afla og
aflasamsetningu bresku togaranna. Sýna þær glöggt hversu mikil auðæfi voru
flutt af íslandsmiðum til Bretlands. Nærri lætur að um 40% heildarþorskafla
hér við land á árunum 1906-1916 hafi verið veidd af breskum togurum og yfir
90% af heildarlúðu- og kolaafla, en þeim fisktegundum sóttust Bretar mest
eftir í upphafi breskra togveiða hér við land.
Umfjöllun Jóns um sókn breskra togara á íslandsmið er aftur á móti brota-
kenndari. Heimildir um fjölda þeirra togara er hingað sóttu virðast litlar og
óáreiðanlegar. Jón segir að 10 togarar frá Bretlandi hafi verið hér að veiðum
1892, 90 árið 1902 og 150 árið 1905. Nánari upplýsinga hefur honum ekki tek-
ist að afla um þetta mikilvæga atriði. Þá er nokkur galli á bókinni að hvergi er
gerð grein fyrir því frá hvaða höfnum á Bretlandi togararnir voru gerðir út.
Að sjálfsögðu er vikið að togarafélögum í Hull og Grimsby, einkum í tengsl-
um við landhelgisdeiluna, en ekki vikið að öðrum fiskveiðibæjum á Bretlandi,
nema hvað togara frá Fleetwood er einu sinni getið og rætt um sókn skoskra
togara á íslandsmið 1904,1905 og 1916, án þess að getið sé heimahafna þeirra.
í inngangi að riti sínu farast Jóni Þ. Þór m.a. svo orð:
Því miður átti höfundur þess ekki kost að kanna skipulega bresk og
dönsk skjalasöfn, er kunna að geyma gögn varðandi þá sögu, sem hér
er reynt að segja. Af þessum sökum má ekki líta á þetta mál sem tæm-
andi um viðfangsefnið, miklu frekar sem tilraun til frásagnar af ein-
stökum þáttum þess (9).
Þennan varnagla verður að hafa í huga við lestur þessa rits Jóns Þ. Þórs.
Engu að síður eykur ritið miklu við fyrri rannsóknir á sögu breskra togveiða
hér við land. Það er því verulegur fengur að bók Jóns, þótt ýmislegt megi að
henni finna, eins og jafnan þegar sagnfræðirit eiga í hlut. Hér er að finna sam-
fellt yfirlit yfir breskar togveiðar á íslandsmiðum fram til ársins 1916, þegar
sókn Breta á miðin við landið stöðvaðist um skeið vegna heimsstyrjaldarinnar