Saga - 1983, Side 336
334
RITFREGNIR
fyrri. Áhersla höfundar á tímabilið 1894 - ca. 1901 er þó fullmikil að mati
undirritaðs.
Allmargar myndir prýða bók Jóns. Vegna pappírsins sem notaður er í
bókina prentast sumar þeirra þó fremur illa og galli er að ekki skuli getið um
hvaðan þær eru fengnar, né hvaða ár þær eru teknar. Neðanmálstilvísunum til
skjala í safni breska utanríkisráðuneytisins í Public Record Office í Lund-
únum og safni landshöfðingja í Þjóðskjalasafni íslands tel ég ábótavant.
Þegar um er að ræða skjöl í Public Record Office getur Jón einungis safnsins,
marktölu safndeildar og númers skjalabindis. Á hinn bóginn getur hann ekki
blaðsíðunúmera skjala í skjalabindunum og er því óhægt um vik fyrir þá, sem
vilja kynna sér málin nánar af frumgögnunum. Þegar um er að ræða tilvísanir
til skjalasafns landshöfðingja, vantar framan við skammstafanir skjaladeildar
og númer skjala, tilvísun til þess að skjölin séu varðveitt í Þjóðskjalasafni.
Að lokum skal sú ósk sett fram, að hér með sé ekki lokið í bráð rannsóknum
á sögu togveiða útlendinga á íslandsmiðum. Tímabilið 1918-1976 ætti að vera
verðugt rannsóknarefni í því viðfangi.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson.
Páll Líndal: BÆIRNIR BYGGJAST. Yfirlit um þróun skipu-
lagsmála á íslandi til ársins 1938. Skipulagsstjóri ríkisins og
Sögufélag, Rvík 1982. 432 bls.
Þetta er mikið rit og samið í tilefni af sextíu ára afmæli skipulagslaganna nr.
55/1921. Ritið er í tíu köflum að inngangi höfundar meðtöldum. Þar kemur
fram, að hið nálægara tímamark miðast við þann atburð, að þá hætti Guð-
mundur Hannesson prófessor opinberum afskiptum af skipulagsmálum. Páll
gerir hlut Guðmundar mikinn í ritinu, og er það að makleikum. í öðrum kafla
eru raktar hugmyndir og gjörðir frá fyrri öldum, er snerta skipulag með einum
eða öðrum hætti, t.d. hugmyndir um þéttbýlismyndun og kaupstaði og kon-
ungsboð um verzlunarstaði. Þetta er stórfróðlegur kafli, enda virðast flest
kurl koma til grafar. Við ber á hinn bóginn, að orðalagerónákvæmt. Áeinum
stað (bls. 13) er tekið fram, að í máldögum kirknanna á Saxahóli og Knerri
hafi þegar á 13. öld verið mælt fyrir um, að þær skyldu lýstar sem vitar. Þetta
orðalag er ekki að finna í máldögunum, enda er ósennilegt, að hagnýting af
þessu tagi hafi legið til grundvallar í lýsingunni. Alls er getið um 47 kirkjur í
máldögum, sem lýsa átti á vetrum, oftast út páskaviku eða til krossmessu á
vori. Kirkjur þessar voru dreifðar um landið frá afdölum til strandar, en
aðeins um 38% þeirra voru í grennd við hana. Þessi dreifing bendir ekki til
þess, að lýsingin hafi átt að þjóna siglingum. Athyglisvert er á hinn bóginn, að