Saga - 1983, Side 337
RITFREGNIR
335
68% hinna lýstu kirkna voru helgaðar Maríu mey og upphaf lýsingartímabils-
ins var í 72,2% tilvika bundið við Maríumessu hina fyrri (15. ágúst) eða hina
síðari (8. september). Þetta gæti bent til þess, að uppruni lýsinganna sé af
trúfræðilegum toga spunninn. Hér verða ekki tilfærð fleiri dæmi um óná-
kvæmt orðaiag, enda skipta þau litlu máli. Næst tekur Páll að rekja sögu
skipulagsmála á 19. öld og fjallar að vonum einkum um verzlunarstaði, lög-
gildingu þeirra, ástæður hennar og aðstæður í verzlunarstöðunum. Höfundur
undirstrikar réttilega hin ríku tengsl milli baráttunnar fyrir löggildingu nýrra
verzlunarstaða og tilrauna til að afnema leifar verzlunarhátta frá einokunar-
tímabilinu. Páll gerir í þessum kafla grein fyrir útmælingum á kaupstaðar- og
verzlunarlóðum á 18. og 19. öld og drepur á álitamál, sem tengdust þessum
gjörðum. Árið 1791 var kaupstaðarlóð Reykjavíkur mæld út á nýjan leik og
minnkuð frá því sem hún hafði verið ákvörðuð árið 1787, enda var Örfirisey
tekin undan kaupstaðnum. Athygli vakti, að Páll telur breytt viðhorf orsök
þessa, enda hafi Innréttingarnar þá verið komnar á fallandi fót, en konungur
hafði skenkt fyrirtækinu Reykjavík og Örfirisey skömmu eftir stofnun þess.
Þetta kann að vera rétt, en á hitt er einnig að líta, að verzlunin var flutt úr Ör-
firisey árið 1780. Mönnum kann því um 1790 að hafa verið ljóst orðið, að í
Örfirisey yrði hvorki verzlun né þéttbýli næstu áratugina og eyj an ætti af þeirri
ástæðu lítið erindi innan kaupstaðarmarkanna.
Næstu tveir kaflar fjalla um þéttbýlismyndunina á 19. öld og fyrstu tugum
20. aldar og umfjöllun íslendinga um skipulagsmál í rituðu máli á þessu tíma-
bili. Báðir þessir kaflar eru í senn fróðlegir og bráðskemmtilegir aflestrar,
enda er Páll hér sem víða annars staðar í ritinu óspar á að draga fram ýmis
kímileg atvik. Þetta er gert af lagni og án þess að það rjúfi hinn fræðilega
heildarsvip. Löggjöf um skipulagsmál frá elztu tíð til ársins 1938 er rakin í
sjötta kafla og gerð grein fyrir stofnun og starfsháttum skipulagsnefndar ríkis-
ins á tímabilinu 1921-1938 í hinum sjöunda. Báðir þessir kaflar eru nauðsyn-
legir með tilliti til heildaryfirsýnar yfir viðfangsefnið.
Áttundi og níundi kaflinn mynda kjarna verksins. í áttunda kaflanum er
gerð grein fyrir skipulagsmálum þeirra 22 þéttbýlisstaða, sem urðu skipulags-
skyldir skv. beinum ákvæðum í skipulagslögunum frá 1921, en það voru átta
kaupstaðir og 14 kauptún. Níundi kaflinn fjallar á hliðstæðan hátt um þá 17
verzlunarstaði, sem hlutu löggildingu sem slíkir á tímabilinu 1786-1846, og
um 12 verzlunarstaði aðra, sem skipulagsnefnd hafði veruleg afskipti af á
tímabilinu 1921-1938, þótt ekki væru þeir skipulagsskyldir. Hér er mikill
fróðleikur saman dreginn, enda virðist Páll hafa kannað flestar prentaðar
heimildir, sem þetta viðfangsefni varða. Ókleift er að gera þessu efni öllu
veruleg skil í stuttri umsögn, enda verður aðeins vikið að þremur atriðum.
Páll víkur að uppdráttum Sæmundar Hólms af Reykjavík í umfjöllun sinni um
skipulagsmál borgarinnar og getur hugmynda um skóla og rektorsbústað á
Austurvelli. Vafalaust eru flestir eða allir Reykvíkingar nútímans ánægðir