Saga - 1983, Qupperneq 339
RITFREGNIR
337
Reykjavík 1954). En ég er smeykur um, að bókin hafi á sínum tíma vakið litla
athygli og orðið fáum umræðuefni á opinberum vettvangi. Til þess hafa í þá
daga án efa legið margar ástæður, meira eða minna gildar. T.d. var í þá daga
venju fremur dauft yfir samskiptum landsmanna og Vesturíslendinga; bókin
er ekki fallin til fjöldavinsælda, þrátt fyrir ýmsa verðleika; og um þær mundir
sem hún birtist átti bókasala í vök að verjast, jafnvel á hefðbundnum jóla-
gjafamarkaði sökum stóraukins framboðs á hvers kyns erlendum varningi,
sem fór í kjölfar rýmkunar á innflutningshöftum eftirstríðskreppunnar.
Eftir því sem ég kemst næst var það dr. Finnbogi Guðmundsson, þá próf-
essor í Winnipeg, nú landsbókavörður í Reykjavík, sem kom handritinu á
framfæri hérlendis. Þá þegar var þeim verulega farið að fækka vestra, sem
lesið gátu íslenzku, þótt margir töluðu málið og skildu það mælt. Þá var sá
galli á gjöf Njarðar, að höfundurinn var lítt taminn við ritstörf, og mun hand-
rit hans hafa borið því ljósast vitni. Vandaðist fyrir þær sakir enn frekar málið,
þegar finna skyldi tilkippilegan útgefanda.
En dr. Finnbogi hefur alla tíð verið í senn bjartsýnn og úrræðagóður. Leið
ekki á löngu áður en hann fann rétta manninn til þess að útbúa fyrirtaks prent-
smiðjuhandrit úr syrpunni. Var það Jón S. Guðmundsson yfirkennari við
Menntaskólann í Reykjavík, þá þegar marghertur við að koma viðleitni ann-
arra og tilraunum í rituðu máli íslenzku í viðhafnarbúning móðurmálsins.
Varð úr þessu 216 blaðsíðna bók.
Helgi Einarsson, höfundur og söguhetja bókarinnar, fæddist 28. ágúst
1870. Vestur um haf fluttist hann með foreldrum sínum sumarið 1887, þegar
straumurinn þangað var sem stríðastur og undir lok versta harðindabálks,
sem yfir fsland gekk á nítjándu öld. Settist fjölskyldan fyrst að á heimilisréttar-
landi („They homesteaded . . .“, eins og þarlendir segja) skammt frá
Lundar, en síðar fluttist hún til Narrows við Manitobavatn.
A langri starfsævi fékkst Helgi lengst af við fiskveiðar á vötnum Manitoba,
og er fram liðu stundir verzlun með fisk, veiðarfæri og aðrar nauðsynjar,
flutninga á vötnunum og fleiri skyld störf. Eins og fyrr segir byrjaði hann að
skrifa minningar sínar 1920, fimmtugur að aldri, lauk þeim 9. janúar 1952 og
sá þær eins og þegar hefur verið skýrt frá á prenti 1954. Hann dó í desember
1961, 91 árs gamall.
Nú hefur þessi saga loksins birzt í landinu þar sem hún gerðist að langmestu
leyti og á tungu., sem þeir geta lesið og skilið, sem enn muna höfundinn og ein-
hverja þeirra, sem við sögu hans koma. Er hún að vísu nokkuð stytt og að
hluta endursögð í þýðingunni, en það er þannig gert, að frásögnin líður sízt
við það. í ensku gerðinni er bókin 147 bls.
Ekki hefði reynzt unnt að ráðast í þessa útgáfu, hefði ekki komið til styrkur
frá kanadískum stjórnvöldum í samræmi við það sem kallast „the Multicult-
ural Program of the Government of Canada.“ Samkvæmt því er þar í landi
af opinberri hálfu hlynnt að varðveizlu margvíslegra menningarverðmæta
22
L