Saga - 1983, Page 340
338
RITFREGNIR
hinna ýmsu þjóðarbrota, sem til samans mynda kanadíska þjóð nútímans. Er
þá að sjálfsögðu svo ráð fyrir gert, að eftir sem áður og raunar fyrst og fremst
séu þarlendir góðir og dyggir Kanadamenn, hvort sem þeir heldur tala enska
tungu eða franska í heimahúsum.
Hér á landi ættum við að vera þess minnug, að í þessum marglita hópi lenti
á sínum tíma álitlegur hluti íslenzku þjóðarinnar og hreint ekki þeir, sem
minnst höfðu til brunns að bera. En það er annars allrar athygli vert, að sá sem
varð til þess að færa enskumælandi Kanadamönnum sögu Helga Einarssonar,
er ekki af íslenzku bergi brotinn. Hann hefur þó áður sýntog sannað, að hann
gefur fáum íslendingum eftir í því að kynna íslenzka menningu, þó að hann
hafi litla umbun og enga teljandi hvatningu til slíks hlotið. Á það má minna,
að doktorsritgerð George .Housers var Saga hestalækninga á íslandi, og var
hún lögð fram og varin hér við Háskóla Islands. Þá hefur Houser verið aðstoð-
arkennari í íslenzku við Manitobaháskólann í Winnipeg, og um árabii hefur
hann kannað æviferil og störf síra Páls Þorlákssonar, fyrsta íslenzka prestsins
í Vesturheimi. Nú er tvísýnt um framhald á þessum störfum hans og öðrum,
því að hann á við alvarlegan augnsjúkdóm að stríða.
Sagan af fiskimanninum í Manitoba er naumast við hæfi þeirra, sem ein-
göngu leita snilldar í meðferð máls og stíls. En vilji menn fræðast um líf og
störf fólks, sem flúði harðæri og þröngan kost á íslandi á síðasta fjórðungi nítj-
ándu aldar og bar niður í norðanverðum miðvesturbyggðum Kanada, þá er
naumast völ á trúrri leiðsögn en þeirri, sem Helgi Einarsson veitir.
Það er íhugunarefni hvort og að hve miklu leyti Helgi er dæmigerður
íslendingur - eða Vesturíslendingur, sem sumir segja að sé þó nokkuð frá-
brugðið - eða einstakur í sinni röð. Má þá nefna, að hann hefur yfirleitt meiri
áhuga á sjálfum sér og eigin athöfnum en ætterni og uppruna þeirra, sem hann
átti saman við að sælda. - Hann gekk að eiga Indíánakonu, svo sem svipmót
sona hans vitnar órækt um. Fyrir bragðið kann hann að hafa að nokkru leyti
einangrazt frá mörgum, sem mannvirðinga nutu. - Hann var vellesinn í Biblí-
unni, ekki sízt gamla testamentinu, og að svo búnu vísaði hann þeim Guði á
bug, sem þar var kynntur. Einnig taldi hann ókleift að aðhyllast trú á þann
Guð, sem lét annað eins og fyrri heimsstyrjöldina viðgangast. -Þástýrði hann
alla ævi hjá neyzlu áfengra drykkja. - Enn er það til marks um hleypidóma-
leysi hans, að honum líkaði vel að skipta við Gyðinga, þótt landssiður væri að
hafa horn í síðu þeirra. - Eins og fleiri íslendingar bæði fyrr og síðar hafði
hann tröllatrú á draumum og las úr þeim allra handa undur, tákn og fyrirboða.
Hlýtur það fyrr eða síðar að freista einhverra að kanna hvers vegna í ósköp-
unum íslendingar hafa fremur en flest annað fólk leitt hugann að draumum og
helzt tengt þá alls konar dulspeki.
Bergsteinn Jónsson.