Saga - 1983, Page 341
RITFREGNIR
339
Lárus Ágúst Gíslason: HANDBÓK UM HLUNNINDA-
JARÐIR Á ÍSLANDI. Leiftur h.f. Rvík 1982.
I formála gerir höfundur grein fyrir uppruna sínum og uppvexti í Breiða-
fjarðareyjum. En hann er fæddur og uppalinn í Rauðseyjum og Akureyjum
á Gilsfirði og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Rúmlega tvítugur fór Lárus til
náms í Bændaskólann á Hvanneyri og á lítið afturkvæmt til Breiðafjarðareyja
úr því. Hann gerðist bóndi austur í Rangárþingi og þar hlóðust á hann félags-
málastörf. Lárus var hreppstjóri um áratuga skeið, átti sæti í sveitarstjórn og
fasteignamatsnefnd, og var kjörinn til forystu í félagsmálum bænda heima í
héraði. Hann var um árabil fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda og átti
sæti á Búnaðarþingi um skeið. Á árunum 1971 og 1972 vann Lárus um tíma
hjá Fasteignamati ríkisins og frá 1974 til 1981 hjá Landnámi ríkisins og sá þar
meðal annars um samingu á jarðaskrá.
Lárus var gjörkunnugur hlunnindum og nytjum þeirra eins og gerðist á
Breiðafirði á uppvaxtarárum hans. Og seinni tíma afskipti Lárusar af gæðum
jarða urðu ekki til að sljóvga áhuga hans á þeim efnum. Fram undir miðja
þessa öld voru hlunnindi til lands og sjávar mest ráðandi um afkomu og heill
þessarar þjóðar. Lárus óx úr grasi á hlunnindum Breiðafjarðar og þótti súrt í
broti er síðari ára þróun misvirti svo hlunnindi og hlunnindajarðir, að margar
þeirra féllu úr byggð. Afskipti Lárusar af fasteignamati glæddu áhuga hans á
því að ná saman hlunnindaskrá yfir allar jarðir á landinu. Umrædd Handbók
um hlunnindajarðir á íslandi er árangur Lárusar í því áhugastarfi. Bókin er
gerð út frá fasteignamati frá 1932-1970, hreppstjórabókum og persónulegum
viðtölum. Jarðaskráin sem Lárus vann fyrir Landnám ríkisins um árabil gerði
það að verkum að jarðaheiti og skipan jarða eftir hreppum og sýslum voru
ekki framandi. Hins vegar mun torfengin tæmandi skrá um hlunnindi jarða á
íslandi, sbr. innbyrðis hlunnindamat jarða eftir fasteignamati á milli ára.
Kemur þar margt til. Mat stjórnvalda á gildi hlunninda hefur verið breyt-
ingum háð á þessari öld og einnig innbyrðis mat á milli manna. Sumum finnst
ekki taka því að vera að tíunda þessa smámuni, aðrir líta svo á að óþarft sé að
telja fram allt smátt og stórt til skattlagningar hjá því opinbera.
Höfundur bendir á að hlunnindaskráin muni ekki vera tæmandi eða örugg
og er það því miður staðreynd í mörgum tilvikum. Mestan galla tel ég þó að
halda ekki fullkomlega aðgreindum laxi og silungshlunnindum, sem er mjög
misvísandi, hafi menn ekki lesið formála bókarinnar. Þrátt fyrir þessa ann-
marka álít ég, að í þessari bók sé að finna fyllstu upplýsingar um hlunnindi
jarða á íslandi, sem völ er á að fá í heimildum á einum stað um þessar mundir.
Það er því fengur í því að fá þessa bók, og hefur Lárus þar unnið gott braut-
ryðjandastarf. Lárus telur um 13 hlunnindi á skrá í bókinni eða æðarvarp,
selveiði, lax, silung, hrognkelsi, fuglatekju, eggjatekju, skóg, jarðhita, reka.