Saga - 1983, Page 342
340
RITFREGNIR
malartekju, hella og útræði. Hann segir að ýmsum hlunnindum s.s. mótekju
hafi verið sleppt, en við eitthvað varð að takmarka stærð bókarinnar. Það
bendir á hversu hlunnindi eru margþætt og fjölbreytt. Má hér t.d. til viðbótar
nefna fjallagrös, berjaland, hrísrif, fjörugróður og kræklingsmið og er þó fátt
eitt tilgreint.
En fjölbreytni hlunninda undirstrikar hvernig þjóðin gat lifað að mestu á
gæðum til lands og sjávar fram á miðja þessa öld.
Við yfirlestur bókarinnar kemur manni í hug að ef til vill hefði hún mátt
vera fullkomin jarðaskrá, svo að hver og einn gæti fært hlunnindi þeirra jarða
er viðkomandi kunni skil á, en sem höfundur gat ekki vitað um samkvæmt
þeim gögnum er hann hafði úr að moða. Bókin er smekklega gerð í góðu
bandi og nokkrar góðar ljósmyndir prýða bókina. í bókinni er skrá yfir veiði-
félög í ám og vötnum frá árinu 1977.
Prentvillur eru fáar í bókinni. Persónulega tel ég bókina mjög þarfa fyrir
mig og mitt starf sem hlunnindaráðunautur, og vafalaust munu margir aðrir
hafa af henni gagn og fróðleik. Lárus Ágúst Gíslason hefur svo sannarlega
með þessari bók greitt bernskuslóðum uppeldið.
Árni G. Pétursson.
ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR I-IV. Safnað
hefur og skráð Sigfús Sigfússon. Ný útgáfa. Óskar Halldórsson
bjó til prentunar. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1982.
Kveikja að óendanlegum auði listsköpunar
Þjóðsögur eru alþjóðleg, alþýðleg og ævintýrarík bókmenntagrein, sem
hefur verið kveikjan að óendanlegum auði listsköpunar allt frá Eddu og
Grettlu til Gullna hliðsins og Hvarfs séra Odds á Miklabæ, einhvers ágætasta
kvæðis eftir Einar Benediktsson.
Listamenn hafa á öllum öldum sótt efnivið í þjóðsögur, bæði í ljóð, leikrit,
listdansa, málverk og tónverk, og á þessari öld hafa þær verið kvikmynda-
mönnum ótæmandi námur allt frá Walt Disney til Rósku. Menn skynja aldrei
fegurðina til fulls eftir stærðfræðilegum formúlum og mannlífið eftir hand-
bókum í heimspeki, félagsfræði og sálarfræði. Raunsæisstefnur koma og
hverfa, en rómantíkin blífur ásamt þjóðsögunni. Staðreyndir greina að grjót
sé í klettum, fóður í grasi og H2O í vatni, en þessi fyrirbrigði náttúrunnar búa
einnig yfir fegurð og afli. í þjóðsögunni birtist hinn tærasti skáldskapur og
dýpsta raunsæi.
Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar er mesta safn íslenskra þjóðsagna og