Saga - 1983, Page 343
RITFREGNIR
341
sagnaþátta, sem einstaklingur hefur skráð eftir sögumönnum. Haustið 1982
komu út 4 bindi, um 1500 síður af þessu safni, en 5 bindi af sömu stærð eru óút-
gefin. Óskar Halldórsson frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá annaðist
útgáfuna af stakri vandvirkni. Hann var kunnugur á slóðum Sigfúsar, hafði
séð hann ungur og þekkti suma sagnamenn hans. Nú er Óskar allur. Síðasta
verk þess ágæta fræðimanns var útgáfan á sögum Sigfúsar, sem hann birti eftir
frumritum safnandans, en ekki umskrift. Sigfús skrifaði meginhlutann af hinu
mikla safni sínu sjálfur eftir sögumönnum, sem voru einkum konur. Síðar jók
hann sögurnar eftir öllum tiltækum heimildum, svo að þær gátu breyst talsvert
í meðförum hans. Kjarninn úr Þjóðsagna- og þáttasafni Sigfúsar var gefinn út
í heftum á árunum 1922 til 1958 eftir umskriftum hans, en útgáfan gufaði upp
án þess að gerð væri grein fyrir safnandanum, vinnubrögðum hans og allar
skrár skorti, og einnig var talsvert efni eftir óútgefið. Óskar Halldórsson
stofnaði til frumútgáfu á ritum Sigfúsar, en entist ekki aldur til að ljúka verk-
inu. Vonandi verður því haldið áfram eins og til var stofnað.
Áárunum 1954 til 1961 gafBókaútgáfan Þjóðsagaút Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar í 6 bindum og vandaði til hennar í hvívetna. Síðan hefur hún gefið út
nokkur önnur þjóðsagnasöfn, og nú er ráðist í nýtt stórvirki.
Sigfús Sigfússon var fæddur á Miðhúsum í Eiðaþinghá 1855 en andaðist á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1936. Á Miðhúsum fannst á sl. ári mesti
silfursjóður, sem komið hefur úr jörð hér á landi. Það var síðasta verk fyrrver-
andi forseta vors sem fornleifafræðings, hans Kristjáns Eldjárns, að kanna
þann fjársjóð og koma í höfn. Hins vegar var það ævistarf Sigfúsar Sigfús-
sonar að skrá sögur og sagnir úr munnlegri geymd alþýðu manna, bjarga frá
glötun ómetanlegum fjársjóði sagna og minna. Hann var alinn upp meðal
fólks, sem sá í gegnum holt og hæðir og bjó í nábýli við vofur og drauga. Hann
var einrænn, sérvitur, hjátrúarfullur og löngum lítilsvirtur af mörgum, en
hann átti trúnað almúgans. Sögumenn hans voru einkum almúgakonur, sem
aldrei hefðu látið sjá eftir sig skrifað blað, en þær sögðu Sigfúsi fræði sín, af
því að hann trúði þeim og stóð í stríði við raunsæi og trúleysi nýrrar aldar.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru skráðar af alls konar fólki, bændum, hús-
freyjum, prestum alþingismönnum, prófessorum og bókavörðum, - mig
minnir að sýslumenn og amtmenn hafi skort í hópinn, - en Sigfús skrifaði
meginhlutann af safni sínu sjálfur eftir sögumönnum og fylgdi eflaust betur
mæltu máli sinnar tíðar en flestir aðrir. Safn hans geymir mikinn auð
íslenskrar tungu eins og hún var töluð fyrir iðnbyltinguna miklu. Þá „kepptust
menn við í und ogæð að þurrka heyið“, segir í Guð annast sína í I. bindi, bls.
5. Þannig heilsar þetta safn lifandi máls lesendum sínum.
Sigfús drakk í sig gamla tímann með móðurmjólkinni og fórnaði sér fyrir
það eitt að bjarga með penna sínum því sem hann gat af fornum fræðum, lífs-
stíl og minningum. Hann var kappsamur verkmaður að hverju sem hann
gekk, en reyndi aldrei að safna öðrum gæðum en sögum ogsögnum. Hann var