Saga - 1983, Síða 345
RITFREGNIR
343
höfð eftir Jóhanni stúdent Jónssyni kennara á Djúpavogi 1921, en er klukkan
hljómaði í eyrum hans sat um stund annar snillingur suður í Hornafirði, Hall-
dór Guðjónsson frá Laxnesi, en spurningin er: Barst hljómur klukkunnar sem
brast á milli?
Björn Pqrsteinsson.
Síra Ágúst Sigurðsson: FORN FRÆGÐARSETUR - í ljósi
liðinnar sögu. III. bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur,
Reykjavík 1980. 223 bls. og myndablöð. - IV. bindi. Bóka-
útgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1982. 262 bls. og mynda-
blöð.
Einhver mikilvirkasti rithöfundur þjóðarinnar á sviði sögulegs fróðleiks á
síðari tímum er síra Ágúst Sigurðsson, sem nú hefur á aðeins sjö árum sent
frá sér fjögur allþykk bindi af því ritverki, sem hér verður gert að umtalsefni.
Sagt var frá tveimur fyrri bindunum í Sögu 1980, en nú verður vikið að hinum
tveimur.
í ritverkinu Forn frægðarsetur er að finna þætti um sögu íslenskra prest-
setra og kirkjustaða. í fyrri bindunum tveimur voru alls 14 þættir, en í III. og
IV. bindi eru sex þættirsamtals, þ.e. þrír í hvoru. Af þessu másjá aðeinstakir
þættir verða að meðaltali æ lengri. í III. bindi er fjallað um Kirkjubæ í Hró-
arstungu, Þingvelli við ÖxaráogÁlftamýri við Arnarfjörð. í IV. bindinuerað
finna þætti um Krossþing í Landeyjum, Borg á Mýrum og Þönglabakka í
Fjörðum. Lengstur allra er þátturinn um Krossþing, 103 blaðsíður. Hvoru
bindi um sig fylgir tilvitnanaskrá með fáeinum skýringum, svo og greinargerð
um myndefni og nafnaskrá.
Tveir af þáttunum sex í þessum bindum eru um prestsetur í Sunnlendinga-
fjórðungi, en hann hafði orðið alveg út undan í fyrri bindum. Má segja, að í
bindunum fjórum, sem nú eru út komin, birtist býsna glögg og eftir atvikum
samfelld saga prestsetra í öllum landshlutum, og eykur það á samfelluna, að
oft er í leiðinni, í máli eða jafnvel myndum, nokkuð drepið á sögu prestsetra
í næsta nágrenni við þann stað, sem aðallega er fjallað um í hvert skipti. Iðu-
lega er vísað á milli kafla, t.d. um presta sem fluttu sig um set. Þannig myndar
ritverkið Forn frægðarsetur smám saman athyglisverða heild.
Ýmislegt veldur því að þættirnir í III. og IV. bindi eru að meðaltali lengri
en var í þeim fyrri. Höfundur sinnir meira almennri þjóðarsögu nú en fyrr og
lengir hana við sögu kirkjustaðanna. Þá fer hann einnig smám saman út í fleiri
svið kirkjusögu en áður, og má í því sambandi t.d. nefna gerð kirkjuhúsanna.
Ættrakningar verða einnig fyrirferðarmeiri þegar á líður.