Saga - 1983, Side 346
344
RITFREGNIR
Uppbygging hinna einstöku þátta er annars hér með svipuðu sniði og í fyrri
bindum. f byrjun er lýst staðháttum og fylgir þá yfirleitt einhver sveitarlýsing.
Síðan eru ritaðar heimildir um prestsetrið raktar í tímaröð, en einkum er sagt
frá einstökum prestum eftir siðaskipti, ættum þeirra og niðjum að nokkru
marki. Inn í þættina blandast ýmislegt efni úr þjóðarsögunni.
Það orkár að sjálfsögðu oft og einatt tvímælis, hvaða efni taka eigi með í
hvern einstakan þátt. Undirritaður var við yfirlestur ekki alltaf sammála síra
Ágústi um efnisvalið. Mikill hluti þáttarins um Borg á Mýrum er allrækileg
umfjöllun um Egil Skallagrímsson, frændur hans og afkomendur. Þetta efni,
sem sumpart getur talist bókmenntasögulegs eðlis, tengist lítið sögu Borgar
sem kirkjustaðar og prestseturs. í þættinum um Þingvelli er nokkuð fjallað
um Alþingi hið forna, og t.d. er Gissurarsáttmáli (Gamli sáttmáli) birtur í
heild, en tengsl hans við prestsetrið á Þingvöllum eru varla nokkur. Sáttmál-
inn er afar víða til á prenti, t.d. í útbreiddum, nýlegum kennslubókum í ís-
landssögu, og þessi endurprentun virðist því þarflítil.
Ýmis önnur innskot eru hins vegar þarfleg og oft skemmtileg. Síra Ágúst
fjallar nú talsvert um gerð kirkjuhúsa, einkum í þáttunum um Kirkjubæ og
Borg. f síðarnefnda kaflanum ber hann saman hugmyndir Guðbrands Jóns-
sonar og Harðar Ágústssonar um gerð hússins, sem lýst er í hinni fornu kirkju-
dagsprédikun, og birtir myndir til skýringar (IV. bindi, bls. 150-51). Ágúst
kemst mjög vel frá þessu, eins og mörgu öðru. Á bls. 95 í IV. bindi er þarfleg
ádrepa um skírnarnöfn og þann vanda sem prestar lenda stundum í, þegar for-
eldrar vilja láta gefa börnum ónefni. í þættinum um Þönglabakka er fróðlegt
og skemmtilegt innskot um kirkjusöng, og fleira mætti tína til af þessum toga.
Allt um innskotin má segja, að síra Ágúst haldi sér yfirleitt við efnið, enda
af mörgu af taka, þegar kirkjusagan er annars vegar. Hér má benda á, að á
fyrri öldum voru klerklærðir menn öðrum fremur læsir og skrifandi, og mjög
umtalsverður hluti af varðveittum heimildum um íslandssögu beinist að meira
eða minna leyti að kirkjusögu. Sögulegur skilningur síra Ágústs er oftast
næmur og réttur, og hann setur fyrirbærin, sem hann ræðir um, iðulega í
ákjósanlegt samhengi. í þessu sambandi má nefna sem dæmi kafla á bls. 168-
70 í III. bindi, um aflátssölu á Álftamýri. Einnig skal nefnt að í kaflanum um
Þingvelli, í III. bindi, bls. 116-19, erá átakanleganogeftirminnilegan hátt lýst
aftökum á 17.- 18. öld þar á staðnum, en þá var það hlutverk Þingvallaprests
að þjónusta fólkið sem samkvæmt harðneskjulegum dómi yfirvalda hafði mis-
stigið sig svo á lífsbrautinni, að það hlaut að missa lífið.
Tengsl höfundar við landið eru mjög skýr, og staðháttaþekking í prýðilegu
lagi. Þetta kemurt.d. vel fram þegar flókinni sóknaskipan ILandeyjumerlýst
í kaflanum um Krossþing. Líklega hefði verið skynsamlegt að birta með þeim
kafla skýrt og gott landabréf af svæðinu, auk uppdráttar síra Guðmundar
Lassens, sem þó er út af fyrir sig vel birtingarhæfur. Áhugi og þekking höf-
undar á landinu sést einnig mjög vel í upphafi Þönglabakkaþáttar.